Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 11
lögunum, og bezt er aðstaðan í flestum greinum á Selfossi, enda er þar öflugasta félagið. Félögin í þorpunum styrkja sam- bandið mikið í heild og eiga í öllum mál- um samleið með hinum félögunum og engin ástæða til að greina þar á milli. Víðátta sambandssvæðisins veldur okkur annars þeim erfiðleikum, að það er erfitt fyrir héraðssambandið að halda uppi skipulegri íþróttaþjálfun á öllu svæðinu. A hverju ári er einhver íþróttaþjálfun á vegum HSK, en allt of lítil, hinsvegar hafa mörg félög þjálfara og leiðbeinend- ur á sínum vegum meira og minna. — Hvernig er starf liinna einstöku fé- laga að öðru leyti? — íþróttastarfið er einna stærsti þátt- urinn í starfi flestra félaganna, en mikil og margþætt viðfangsefni fást þau við uuk þess. Leikstarfsemin er t. d. víða mjög góð og stendur traustum fótum. Allmörg félög hafa sýningar á leikritum arlega. Á Laugarvatni er eini sómasam- legi íþróttasalurinn á sambandssvæðinu, en félagsheimilin eru í vaxandi mæli not- uð til íþróttaiðkana, auk margháttaðrar félagsstarfsemi annarrar, sem þar fer fram. — Nokkrar nýjungar í starfinu? — Mesta átak okkar á síðustu árum er að koma upp eigin liúsnæði fyrir HSK. Það hafði lengi verið á stefnu- skránni, og eftir hið vel heppnaða lands- uiót UMFÍ á Laugarvatni 1965, sá for- vsta HSK hilla undir að draumurinn kynni að rætast. Tekjunum af mótinu var vurið til að festa kaup á 140 m- fokheldri hæð í verzlunarhúsi á Selfossi. Ilúsnæðið Var fullgert sem félagsheimili á einu ári °g tekið í notkun 1. febrúar 1969. Þarna er samastaður HSK og eigur þess gevmd- Stjórn HSK. Frá vinstri: Jóhannes Sigmunds- son; kona hans Hrafnhildur Jónsdóttir, Egg- ert Haukdal; kona Hjartar, Margrét Þor- steinsdóttir, og Hjörtur Jóhannsson. ar. Einnig er húsnæðið leigt til margs- konar æskulýðsstai'fsemi á Selfossi. Til þessa átaks fengum við styrk úr félags- heimilasjóði, frá sambandsfélögunum og frá sveitar- og sýslufélögum á sambands- svæðinu. Mörg ný viðfangsefni hafa bætzt á starfsskrána hin síðari árin, t. d. land- græðslustarfið, sem HSK hafði frum- kvæði um meðal ungmennafélaganna, en önur héraðssambönd hafa síðan tekið u]Dp af miklum krafti. Þá má einnig nefna spurningakeppni á vegum HSK undan- farna þrjá vetur, sem verið hafa fyrir- myndarsamkomur og drjúg tekjulind, og að lokum margar nýjar greinar og aukna fjölbreytni í íþróttastarfinu. — Sumarbúðastarfsemi? — HSK hefur rekið sumarbúðastarf- semi fyrir börn og unglinga á hverju sumri síðan 1966. Sumarbúðirnar eru á Laugarvatni, og hefur Þórir Þorgeirsson jafnan veitt þeim forstöðu. Margt af okkar bezta íþróttafólki nú byrjaði íþróttaferil sinn á þessum sumarbúða- námskeiðum. skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.