Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 13
RÆTT V/Ð ÞÓRI ÞORGEIRSSON: ÍÞRÓTTIR eru einn þáttur félagsstarfsins Þórir Þorgeirsson, íþróttakennari og oddviti á Laugarvatni hefur í 25 ár haft mestan veg og vanda af íþróttamálum Skarphéðins. Hann hefur búið íþrótta- fólk HSK undir þátttöku á 8 landsmótum og leitt það til sigurs á 7 síðustu lands- mótum í röð. En engu ómerkari er íþróttakennsla Þóris við skólana á Laugarvatni og við sumarbúðir HSK, sem hann hefur stjórnað frá upphafi. Það var því ekki að ófyrirsynju að Skinfaxi knúði dvra hjá Þóri á Laugarvatni til að fræðast um starf hans hjá Skarphéðni. — Hvenær byrjaðir þú að starfa með Skarphéðinsmönnum? — Það var árið 1945, og síðan hef ég kennt meira og minna á sumrin og vorin a hverju ári nema 1950, en þá dvaldi ég erlendis. — Og unnið að mörgum stórverkefn- um á þessum tíma? — Það stóra í þessu er auðvitað að halda stöðugri þróun og krafti í öllu félagsstarfinu, og um það hefur stjórn HSK og stjórnir félaganna séð. Ég hef haft þá ánægju að fá að starfa með að þessu. Landsmótin hafa náttúrlega alltaf verið stór verkefni. Fyrsta landsmótið, sem ég sótti með hóp HSK-fólks var á Laugum 1946, en síðan á mótinu í Hvera- gerði 1949 höfum við haldið sigurverð- laununum. — Hvernig eru aðstæður til íþrótta- iðkana á félagssvæðinu? — Mjög misjafnar, og það sem mér þykir leiðast er að þær hafa víða ekkert batnað frá því í upphafi hreyfingarinnar. Sums staðar hafa þó verið byggðir vellir, sem hafa gjörbreytt aðstöðunni og þar með árangrinum. Iþróttahús eru fá og lítil, en félagsheimilin hafa komið að góðum notum fyrir íþróttaæfingar á vetr- um, sérstaklega boltaleikina. Þetta þýðir árangursríkari æfingar í frjálsum íþrótt- um á vorin, þar sem fólk hefur haft góða hreyfingu á veturna. í heild er íjrrótta- aðstaða á Skarphéðins-svæðinu ekki betri en víðast annars staðar. — Hvers vegna hefur Skarphéðinn þá skarað fram úr öðrum héraðssamböndum í íþróttum um langt skeið? — Félagsstarfið í heild er fjölbreytt og kraftmikið og skijnilagningin hefur verið góð. Stjórn HSK hefur haldið mjög góð- um tengslum við félögin, og liafa t. d. formannafundirnir bæði haust og vor komið að miklum notum. Það er seinlegt og erfitt fyrir einn íþróttakennara að SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.