Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 17
geta komið til móts við félögin í fjárþörf þeirra. íþróttastarfið eitt, þjálfun og ferðakostnaður, þarfnast geysilegs fjár- magns. Bæði eru vegalengdir miklar í okkar stóra héraði, og ferðalög lands- hornanna á milli með íþróttaflokka eru sem betur fer orðin mjög tíð. Allt þetta þarf að auka, og það er hörmulegt, ef að fjárskortur hamlar því. Það er einnig orðin knýjandi nauðsyn fyrir héraðssambandið að ráða sér fastan starfsmann, og okkar næsta stórátak í fjármálunum verðui- að koma því máli í höfn. Samt sem áður munu ungmennafé- lögin og HSK byggja allt sitt starf fyrst og fremst á sjálfboðavinnu, en slíkur starfsmaður myndi einmitt stuðla að því að auka og skipuleggja sjálfboðastarfið. — Hvernig er samstarfið innan sam- bandssvæðisins? — Ég held að það sé mjög gott og til fyrirmyndar. Héraðssambandið Skarp- héðinn hefur alltaf verið merkur menn- ingarlegur tengiliður milli Rangæinga og Arnesinga. Þetta er orðin gömul og góð menningarhefð, sem sjálfsagt er að hald- ist. Það má líka geta þess, að íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal hefur verið mikilvægur sameiningaraðili þess- ara byggðarlaga. í áratugi hafa þær sveit- ir átt öflugust ungmennafélög, sem sendu unga menn í skóla Sigurðar. Þar efldust þeir bæði félagslega og íþróttalega og sveitirnar hafa notið góðs af því. — Er ekki mikill landsmótshugur í forystu HSK? ■— Að sjálfsögðu, og ég heiti á Sunn- lendinga, bæði austan Þjórsár og vestan, aÖ styðja og styrkja Skarphéðinsfólkið, senr verja mun heiður sinn á Sauðárkróki 1 sumar. HSK hefur sigrað á sjö lands- LEIKRITASAFN UMFÍ LEIKRITASAFN /uxaS Loksins er draumurinn um leikritasafn UMFÍ orðinn að veruleika. Safnið var til- búið og uppsett fjölritað í möppu þann 8. febrúar sl. og hefur því eins mánaðar starfstíma að baki, þegar þetta er skrifað, og tæplega þó. Safnið samanstendur af 35 stuttum leikþáttum fvrir fólk á ýms- um aldri, aðallega þó unglinga og börn. En bent skal á, að þetta er aðeins byrjun- in og stendur til að þáttunum f jölgi veru- lega á næstunni, enda verði ungmennafé- legar og aðrir duglegir við að senda það efni, sem þeir' eiga í fórum sínum. Þjón- usta leikritastarfsins stendur öllum til boða og hefur það sýnt sig, að svo sann- arlega var þörf fyrir slíka þjónustu, því á þessum fyrsta mánuði sem safnið hefur starfað hafa 28 ungmennafélög, eitt kven- félag og 34 skólar gerst aðilar að leikrita- safninu. Við hvetjum ungmennafélögin til þess að kynna sér innihald leikritamöpp- unnar, það er alltaf gott að eiga tiltækt kvöldvökukefni uppi á hillu, og vonandi verður þessi starfsemi til þess að kvöld- vökur ungmennafélaga og skóla verði bæði fleiri og skemmtilegri. mótum í röð, og Árnesingar og Rangæ- ingar mættu gjarnan sýna það betur að þeir kunni að meta þann sóma, sem HSK- fólkið hefur fært héraðinu. skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.