Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 14
komast yfir allt þetta stóra svæði til að kenna íþróttir. Þess vegna lagði ég áherzlu á að fá æfingastjóra til starfa á hverjum stað til að sjá um reglubundnar æfingar. Forystan í hinum einstöku fé- lögum hefur í þessu efni haft stóru hlut- verki að gegna. Eg reyndi síðan að heimsækja alla æfingastaðina eins oft og mér var unnt, en þess á milli sjá æfinga- stjórar um að halda þessu gangandi. Það er styrkur Skarphéðins fyrr og síðar að hafa átt ágæta forystu í félögunum, for- ystumenn sem lagt hafa áherzlu á alla þætti félagslífsins, bæði íþróttir og annað, sem aldrei má slíta í sundur. Að iðka íþróttir án þess að eiga kost á góðu fé- lagslífi um leið er eins og að borða þurrt rúgbrauð. Það er stvrkur ungmennafé- lagshreyfingarinnar að samhæfa og sam- eina íþróttirnar fjölþættu félagslífi æsku- fólks. Með þessu móti verður starfandi fjöldi stór og sterk forysta elst upp. — Hvað er langt síðan þú byrjaðir að kenna við skólana hér á Laugarvatni? — Ég byrjaði 1941 við Héraðsskólann og hef kennt auk þess við Iþróttakennara- skóla Islands, menntaskólann og hús- mæðraskólann. — Það er almælt að fjöldinn allur af íþróttaæsku HSK hafi fengið hér sitt íþróttalega uppeldi. — Skólastaðir sem þessi eiga auðvitað að vera eins konar klakstöðvar fyrir sem flestar iþróttagreinar, og vissulega hafa margir byrjað hér góðan íþróttaferil og dreifzt síðan um héraðið og víðar. Hér hefur alltaf verið góður íjn'óttaáhugi. Nemendur hafa æft vel og sýningar og keppni í ýmsum greinum hafa alltaf sett svip á skólalífið. Við byrjuðum t. d. með körfuknattleik hér í íþróttakennaraskól- Þórir Þorgeirsson aff störfum á sumarbúða- námskeiffi HSK á Laugarvatni. Sumarbúffirn- ar hafa verið starfræktar árlega síffan 1968. anum þegar árið 1946, þ. e. áður en hann var annars staðar kenndur hér á landi. Skömmu síðar var iðkun körfuknattleiks tekin á dagskrá í héraðsskólanum og menntaskólanum, og margir snjallir körfuknattleiksmenn hafa kynnzt íþrótt- inni hér. Körfuknattleikur hefur nú náð því ánægjulega marki hér í héraðinu, að lið HSK er komið í 1. deild íslandsmóts- ins. — Viltu spá nokkru um úrslit á lands- móti UMFI í sumar, heldurðu að sigri HSK verði ógnað? — Ég vil engu spá um úrslitin, en það er ekkert launungarmál, að ég tel ástæðu- laust fyrir HSK að láta hlut sinn í nokkru. Við megum auðvitað ekki sofa á lárviðar- sveigunum, heldur verður að vaka á verðinum. Það er eðlilega mikill hugur i 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.