Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 21
Ég vil ekki setjast við og skamma við- komandi fyrir sjálfsblekkingu þeirra, en vil nú gefa ykkur öllum, sem hafið að- stöðu til sundiðkana, það ráð að taka dálítið á við æfingar ykkar, og því til áréttingar ætla ég að láta fylgja hér með einfalda létta áætlun til að fara eftir: A — Gerið, eftir heita steypibaðið í byrjun, nokkrar einfaldar teygju- æfingar á landi í um það bil 5 mín. B — Syndið um rólega í lauginni í um 5 mín. C — Syndið nú 4—8 sinnum endilanga laugina eins hratt og þið getið og hvílið ykkur í eina mínútu milli sprettanna. Fjölda þessara spretta og vegalengdina má síðan auka smátt og smátt. É) — Syndið í um það bil 10 mín. ýmist handatök, fótatök eða æfið snún- inga. E — Syndið 200—1000 m. langa vega- iengd helzt á jöfnum hraða í allt að 15—30 mín. eftir því sem þið hafið tíma til. F — Rólegar æfingar, heitt bað á eftir og gufubað ef hægt er. Munið við æfingar ykkar, að betra er að hvíla sig í vatninu eftir erfiðið en uppi á bakkanum. Reynið að synda með breytilegum sundaðferðum og eins tæknilega rétt og vel og þið getið. Með slíku verður meiri tilbreyting á æfingunni og síður er hætta á að leiði setjist að manni. 0,g að lokum. Farið ekki úr sundinu beint út í vetrarkuldann með hárið blautt, °g verið varkár með böðin, þegar ]rið eruð með kvef. GÞ. Öflugt starf Umf. Selfoss Ungmennafélag Selfoss hefur stöðugt verið að eflast að undanförnu, og hefur félagið nú á að skipa fjölmennum og dug- andi íþróttahópum í flestum íþróttagrein- um. 10 ráð eru starfandi í félaginu í hin- um ýmsu greiuum íþrótta og félagsmála. Stjórn félagsins hefur verið vel vakandi í starfi, sem m. a. má sjá af því, að hún hélt 45 bókaða fundi á s.I. ári auk félags- og nefndafunda. Kom þetta fram á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var í janúar. Jafnframt auknu starfi og betri árangri hefur fjárhagur félagsins farið batnandi. Félagið hefur skrifstofu sína og félagsað- stöðu í Skarphéðinshúsinu. Eitt af brýn- ustu baráttumálum félagsins er að komið verði upp góðum íþróttasal á staðnum, en félagsmenn hafa lagt mikla vinnu af mörkum við íþróttavöllinn á Selfossi. Hörður Óskarsson íþróttakennari var einróma endurkjörin formaður Umf Sel- foss og með honum í stjórn: Sigurður Ingimundarson ritari, Gunnar A. Jónsson gjaldkeri, Pétur Pétursson varaform. og Benedikt Sigurðsson meðstjórnandi. Stjórn Umf. Selfoss. Sitjandi frá vinstri: Sig- urður Ingimundarson, Hörður Óskarsson form., Pétur Pétursson. Standandi frá vinstri: Gunnar A. Jónsson, Benedikt Sigurðsson. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.