Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 25
3 ú In in 9 Brynleifur H. Steingrímsson héraðslæknir á Selfossi hefur ort þetta kvæði. Brynleifur er Húnvetningur að ætt, góður ungmenna- félagi og áhugamaður um íþróttir og líkamsrækt. Brynleifur æfir íþróttir að staðaldri, og hefur með dugnaði sinum og áhuga tekist að mynda áhuga- mannalið eldri félaga og iþróttamanna á Selfossi, sem æfa iþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Brynleifi er margt til lista lagt, og hér fá iesendur Skinfaxa sýnishorn af einni áhugaiðju hans, Ijóðagerð. Tak minn hugur hrifning stundar. Heiðblá nótt er undrafögur. Sjáðu fjall og fagra tinda, sem festing væri og álfasögur. Lúttu bljúgur ljóssins veldi, sem leikur dátt og þrótt sinn gefur. Þessa frjóu fegurð skoða, sem faðmar þig og að sér vefur. í blárna fjarska braut þú finnur, breiddan fögrum sumarrósum, ilm svo sætan, angan skóga, elfu á leið að sjávar ósum. Nið svo hreinan, nótt svo fagra, nafnlaust kveld í sumareldi, gróðurdögg í gliti sínu gefur mynd af sólareldi. Finn minn hugur liylling friðar, hafi þögnin víddir heima. Vitund þinni vaxi og grói veröld sem að undur geyma. Sýnir allar seglum þöndum svífi landi og vötnum yfir. Þá á sál þín sjálfan tímann, svigrúm frítt þar einn þú lifir. Leita þrátt með loga skærum, að leyndardómi er hulinn sefur. Vaki í brjósti von og efi, vilji hreinn er afl þér gefur. Hugur minn í hrifning stundar haltu fast við venju þína. Þá mun rúm og rýmd þíns tíma ríkja og finna gæfu sína. í mai ’69. B. H. Steingrimsson Kl NFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.