Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 15
öðrum sambandsaðilum UMFÍ að hnekkja nú veldi Skarphéðins. Við höfum alltaf lagt áherzlu á að byrja undirbún- inginn snemma, og ef ekki verður brestur á því, þá geta Skarphéðinsmenn verið bjartsýnir. — Hvað finnst þér eftirminnilegast í starfsferli þínum hjá Skarphéðni? — Eg neita því ekki að það hefur verið ánægjulegt að koma heim af landsmót- unum eftir ánægjulega keppni og sætan sigur í góðum hópi. Þær stundir gleym- ast ekki. Hins vegar liafa yfirvöld og aðrir heimafyrir sýnt hinum ungu sigurvegur- um furðulegt tómlæti, er þeir færðu byggðarlagi sínu sigurinn á stærstu íþróttamótum landsins. Aldrei hefur neinn fyrir hönd héraðsins tekið á móti keppnisfólki og forystu HSK, eða boðið það velkomið þegar liðið hefur fært sig- urinn heim. Þeir, sem standa utan við ungmennafélags- og íþróttahreyfinguna, virðast ekki hugsa út í það, að slíkur sigur vinnst ekki nema með þrotlausu starfi, sem oft er þungur róður. Eg er viss um að merki héraðanna er hvergi glæsilegar á lofti haldið heldur en af hin- um ungu fulltrúum þeirra á landsmótum UMFÍ. Ölafur Unnsteinsson Ólafur Unnsteinsson iþróttakennari starfaði sem íþróttaþjálfari hjá HSK s.l. sumar með góðum árangri og annaðist einnig almenna framkvæmdastjórn hér- aðssambandsins á þeim tíma. Árangurinn af starfi hans var góður, eins og bezt má sjá af framförum HSK-fólksins í frjálsum iþróttum á s.l. ári. Sjálfur á Ólafur lang- an og óvenjufjölbreyttan íþróttaferil á vegum HSK. Árið 1951, eða fyrir 20 árum, keppti hann fyrst á HSK-móti og þá í sundi. Samtals varð hann 9 sinnum HSK- meistari í sundgreinum. Tvisvar hefur hann verið í knattspyrnuliði, sem vann HSK-mótið og oft leikið i HSK-úrvalinu. Þekktastur er Ólafur samt sem frjáls- íþróttamaður. Auk þess hefur hann keppt á skíðum, í körfuknattleik og í blaki. Hann hefur unnið 28 sigra á héraðsmót- um HSK í frjálsíþróttum og 4 sinnum á innanhússmótum að auki. Samtals hefur hann þvi sigrað 43 sinnum á héraðsmót- um HSK eða oftar en nokkur annar. Ólafur hefur sett 35 HSK-met i frjáls- iþróttum, þar af 20 drengja- og unglinga- met. Hann hefur sett eitt ísl. drengjamet í 60 m hl. og unglingamet í fimmtarþraut. Ólafur sigraði í 100 m. hlaupi á lands- mótum UMFÍ 1957 og 1961. Hann hefur einnig keppt mikið erlendis, sérstaklega í Danmörku og getið sér góðan orðstir. Ólafur er enn i fullu fjöri sem keppnis- maður, sem marka má m. a. af þvi að hann átti beztan árangur innan UMFÍ í spjótkasti á s.l. ári. Þessi 20 ára iþróttaferill Ólafs er þvi bæði starfsmikill og árangursrikur. Ólafur Unnsteinsson. 43 sigrrar á héraðsmótum HSK. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.