Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 16
AUKIÐ STARF KREFST MEIRI FJÁRMUNA Fjármál héraðssambandanna hafa löngum verið erfið viðfangs og erfitt að ná endunum saman, enda fastir tekju- stofnar allt of lágir. Eggert Haukdal á Bergþórshvoli hefur verið gjaldkeri Hér- aðssamkandsins Skarphéðins síðustu 10 árin sam‘:!eytt og setið í stjóminni lengst núverandi stjórnarmanna. — Hver er þróunin í fjármálum sam- bandsins undanfarin ár? — Starfsemi Skarphéðins hefur stór- aukizt í heild á undanfömum árum, og slíkt kallar auðvitað á miklu meira fjár- magn en áður. Tímarnir hafa líka breytzt, og það er eðlilega erfiðar nú en áður að fá fólk til sjálfboðaliðsstarfa. Það er ekki vegna þess að það vilji vinna minna nú eða leggja minna á sig, heldur vegna þess að verkefnin eru nú svo miklu fleiri og stærri. Óhjákvæmilegur kostnaður við hina ýmsu þætti starfsins er orðinn svo mikill að það er erfitt að brúa bilið. S.l. þrjú ár hefur sambandið fengið allgóðar tekjur af eigin samkomuhaldi í sam- bandi við vel heppnaða spurningakeppni, en slíkt eru ótryggar tekjur. — Hverjir eru helztu tekjustofnarnir? Skattar frá félögunum og styrkir úr héraðinu eru föstu liðirnir. Auk þess tekj- ur af skemmtunum eða íþróttamótum, sem raunar geta snúizt í tap, þegar veðrið bregst eins og t. d. á afmælishátíð okkar í sumar. Einnig höfum við fengið tekjur af happdrætti og nú úr getraunastarf- — Vibtal við Eggert Haukdal seminni eftir að hið nýja fyrirkomulag þeirra komst á. — Hafið þið ekki staðið að kostnaðar- sömum framkvæmdum? — Jú, vissulega og þar ber náttúrlega langhæst bygging okkar eigin félagsheim- ilis á Selfossi, þar sem miðstöð sam- bandsins er og margháttuð félagsstarf- semi fer fram. Framkvæmd 12. lands- móts UMFI, sem HSK sá um á Laugar- vatni 1965, tókst mjög vel, og hagnaðin- um var varið til að byrja á því að koma upp húsnæði fyrir félagið. Félagsmið- stöðin hefur nú verið starfrækt í tvö ár. — Hvernig er útlitið í f jármálunum? — Það hefur að vísu syrt nokkuð í ál- inn undanfarið, en samt er engin ástæða til svartsýni. Við erum að sjálfsögðu þakklátir fyrir þann styrk, sem við fáum frá sýslu- og sveitarfélögum og frá Bún- aðarsambandinu, en auðvitað mætti hann stækka. Við bindum miklar vonir við hið nýja æskulýðsmálafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt. Við vonum að það stuðli að framkvæmd þess ásetnings okkar að 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.