Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 12
Skarphéðinn Njálsson í liðsbón á Alþingi. Sögusýning félaga úr Umf. Hrunamanna á Héraðsmóti HSK að Hiiðarendakoti í Fljóts- hlíð. — Eru íþróttirnar fyrirferðamestar af viðfangsefnum HSK? — Já, viðfangsefnum hefur stöðugt fjölgað og þau hafa þanizt út undanfarin ár, og íþróttirnar draga jafnan mest af ungu fólki til sín. Við höldum árlega héraðsmót í 10 greinum, auk aldurs- flokkamóta og keppni við önnur héraðs- sambönd. Þátttaka í landsmótum fer vax- andi jafnt og þétt. Körfuknattleikslið HSK leikur nú í 1. deikl og vegnar vel. — Nú hefur Skarphéðinn sigrað í stigakeppninni á síðustu 7 landsmótum UMFÍ. Hverju spáirðu um landsmótið í ár? — Eg vil engu spá um úrslitin. Okkur er kunnugt um að allmargir sambands- aðilar UMFÍ hafa fullan hug á að stöðva nú sigurgöngu okkar, og það er vel að menn setji sér hátt takmark. Hér er mikill áhugi á landsmótinu, og við munum tefla fram fræknu liði, en okkur er Ijóst, að ke|)|)nin í ár verður miklu harðari en undanfarið, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Við leggjum mikla áherzlu á undirbúninginn og erum ókvíðin. — Ilvert er að öðru leyti brýnasta vandamálið í dag? — Hjá okkur er orðið mjög aðkallandi að ráða fastan starfsmann. Það háir allri starfsemi okkar að ekki skuli vera fjár- hagslega kleift að hrinda þessu í fram- kvæmd. Við erum reyndar bjartsýnir um að úr þessu muni rætast. Við njótum góðs skilnings og stuðnings ráðamanna í hér- aðinu, en stuðningur annarra 0|)inberra aðila við ungmenna- og íþróttasamtökin þyrfti að vera miklu stærri en nú er. Ungmennaf élagar úr Hveragerði og Ölfusi við söfnun melfræs á Hafn- arsandi skammt frá Þorlákshöfn s.l. haust. Þetta er einn þáttur land- græðslustarfsins. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.