Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 20
SUND - 1 ALVÖRU Hingað til hefi ég mest fjallað um skokk í þessum þáttum mínum, auk borðtennisins í síðustu tveim blöðum. Nú vendi ég mínu kvæði í kross og ræði nokkuð þá íþrótt, sem ég hefi ein- hvers staðar lesið, að 90% landsmanna hafi æft að meira eðá minna leyti um ævina, en það er sundíþróttin. Ef marka má úrslit Norrænu sundkeppnanna, þá eru hlutfallslega fleiri hér á landi, sem geta synt 200 m. en í öllum öðrum löndum heims. Eg hefi unnið nokkuð við kennslu sunds í laugum Reykjavíkur, og því hefi ég með eigin augum kynnzt því, að það eru ótrúlega margir, sem iðka sund reglu- lega. En af þessum mikla fjölda eru ekki margir, sem fá allt j)að út úr veru sinni í lauginni, sem jreir gætu. Astæðan er ein- faldlega sú, að það er ekki nóg að dúlla 2—3 leiðir yfir laugina án jress að taka nokkuð á, og halda svo á eftir að þeir hafi nú aldeilis æft og séu í góðri líkam- legri jijálfun eftir áralangt skvamp sitt í lauginni. Nei, mitt góða fólk. Sund, jafn gott og ]>að er fyrir heilsuna og jafn skemmti- legt og ])að getur verið, gerir iðkendum sínum ekki jafngott og til er ætlast, nema sundmaðurinn taki á við æfingar sínar. Taki svo á að hann verði móður, að hjartslátturinn aukist og vöðvar þreytist. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.