Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 4
Félagsmálaverðlaun U M S K
Öll starfsem ungmennafélaganna bygg-
ist á fórnfúsu sjálfboðastarfi einstakling-
anna. Mæðir þá oft mest á forystumönn-
unum og einstökum mönnum, sem meg-
inþungi starfsins lendir á.
Þessir menn gleymast oft þegar rætt er
um árangur starfsins, en árangur hinna
Stefán
Ágústsson
sem við getum mælt í metrum, sekúndum
eða skoruðum mörkum er oftar á dagskrá
í skýrslum og fjölmiðlum.
Þó er það svo, að störf þessara manna,
félagsmálamannanna, eru algjör forsenda
þess að góður árangur náist á öðrum svið-
um. Þeir fyrirbyggja að félagsstarfið verði
sálarlaust, og eru mennirnir á bak við
afrekin.
íþróttafólk UMSK var sigursælt á 12.
landsmóti UMFÍ og kom heim með marga
FORSÍÐUMYNDIN:
er frá fyrstu sumarbúðum Héraðssambandsins
Skarphéðins að Laugarvatni, en sú starfsemi
hefur verið starfrækt árlega af HSK síðan
1966 undir stjórn Þóris Þorgeirssonar. Hefur
margt ungt fólk byrjað þar góðan íþróttaferil.
verðlaunagripi, og þess var víða getið í
afrekaskrám. En því fannst. eitt hafa
gleymst, og það voru mennirnir á bak við
sigrana, nöfnin sem aldrei sjást í afreka-
skrám. íþróttafólkið langaði til þéss að
votta þessum mönnum þakklæti sitt á
einhvern hátt, færa þeim einhver verð-
laun líka, eitthvað til minningar um störf
þeirra.
Þetta er i stuttu máli forsaga Félags-
málabikars UMSK, hann var fyrst veittur
1966 og árlega síðan, látlaus gripur, sem
veittur er til eignar þeim aðila, sem þótt
hefur leggja sérstaklega mikið af mörk-
um til félagsmála á sambandssvæðinu
hverju sinni sem þakklætisvottur þeirra,
sem starfsins nutu.
Dómnefnd, sem ákveður hver hlýtur
bikarinn hverju sinni, samanstendur af
þrem síðustu verðlaunahöfum.
Þeir, sem hafa hlotið félagsmálaverð-
laun UMSK eru:
1966 Sigurður Geirdal,
Breiðablik
1967 Úlfar Ármannsson,
Umf. Bessastaðahrepps
1968 Gestur Guðmundsson,
Breiðablik
1969 Sigurður Skarphéðinsson,
Umf. Afturelding
1970 Stefán Ágústsson,
íþrf. Gróttu.
4
SKINFAXI