Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 9
<>g verklegum átökum og skemmtunum. Það var gæfa Skarphéðins að Sigurður Greipsson var kjörinn formaður sam- bandsins árið 1921. Með honum í stjórn voru einnig ágætir félagsmálamenn, þeir Sigurjón Sigurðsson í Raftholti og Brynj- ólfur Melsteð. Árið eftir, 1922, var Iþróttasambandinu breytt í héraðssam- band og varð þá starfið fjölbreyttara og umfangsmeira. Hér urðu afdrifarík tíma- mót og skarpir og framsýnir forystumenn mörkuðu brautina giftusamlega. Um áratuga skeið hefur Skarphéðinn verið þróttmesta og öflugasta héraðssam- bandið þegar á heildina er litið, enda hefur HSK sannað það rækilega með sigri á öllum landsmótum UMFÍ síðan 1949. Eitt stærsta verkefni HSK á síðastliðn- um áratug var undirbúningur og fram- kvæmd 12. landsmóts UMFÍ. Það tókst mjög vel og varð sambandinu til sóma og færði ] iví einnig fjárhagslegan ávinning, sem aftur varð forsenda þess, að HSK gat byrjað næsta stórátak sitt, sem var að boma sér upp eigin húsnæði. Héraðsmið- stöð ungmennafélaganna í Skarphéðni HSK hefur sigr- að á 7 landsmót- um í röð'. Hvern- ig fer í sumar á 14. landsmóti UMFÍ á Sauð- árkróki? Fjórar kcmpur úr forystusveit HSK fyrr á dögum. Frá vinstri: Brynjólfur Melsteð. Sig- urður Greipsson, Sigurjón Sigurðsson og Helgi Ágústsson. Myndin er tekin í 60 ára afmælis- hófi HSK. var tekin í notkun fyrir tveimur árum, og er þetta félagsheimili HSK til hins mesta sóma. Forsendan fvrir velgengni Skarphéðins er vafalaust góð og vakandi forysta um langt skeið, rótgróin félagshyggja í hérað- inu og tiltölulega mikill fjöldi ungs fólks. Sem dæmi um gott skipulag má nefna, að fyrir nokkrum árum tók stjórnin ujip þá nýbreytni að boða til formannafunda milli héraðsþinga, bæði haust og vor, en héraðsþingin eru venjulega haldin í janúar. Á formannafundunum eru rædd ýmis mál, sem til úrlausnar koma milli héraðsþinga. Þetta styrkir mjög allt starf forystunnar og eflir jafnframt kynni og samvinnu hinna einstöku félaga. Hér er ekki rúm til að gera sögu Skarp- héðins nein skil, enda er það viðamikil saga um fjölþætt og mikið starf í sex ára- tugi. Þess skal getið, að Ingimar Jóhann- esson ritaði ítarlega sögu Skarphéðins í tilefni 40 ára afmælis sambandsins. Skinfaxi óskar Skarphéðni til hamingju með glæsilegan starfsferil og óskar hon- um allra heilla í framtíðinni. S K I N FAX I 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.