Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1971, Blaðsíða 19
Sigurður Greipsson Ekki er hægt að minnast á sögu Héraðssam- bandsins Skarphéðins án Jiess að geta Sigurð- ar Greipssonar og hins mikla starfs hans í Þágu HSK. f næsta hefti Skinfaxa mun birtast viðtal við Sigurð, sem var formaður HSK í 45 ár, 1921—1966. Félagsmálaskóli UMFÍ ÞRJÚ NÁMSKEIÐ STARFANDI Nú standa yfir þrjú námskeið í Félags- málaskóla UMFÍ. Annað starfsár skólans hófst 18. nóvember s.l. með námskeiði í Kennaraskóla íslands, eins og greint var Þ'á í desemberhefti Skinfaxa, og er það haldið að tilhlutan málfundanefndar Skólafélags Kennaraskólans. Námskeiðið hefur staðið það sem af er vetri, að vísu með smáhvíldum vegna prófa og skóla- leyfa nemenda, og í þátttakendahópnum eru margir áhugasamir kennaranemar víðsvegar af landinu. Þá eru nú einnig starfandi tvö önnur námskeið á vegum Félagsmálaskólans, sem hófust í janúar. Hið fyrra hófst 11. janúar í Arnesi í Gnúpverjahreppi og hið síðara í íþróttakennaraskóla Islands að Laugarvatni hinn 22. janúar. Þátttakend- ur í Árnesi eru milli 20 og 30, og hefur námskeiðið verið líflegt og árangursríkt, en margir þátttakendur í þessu námskeiði hafa talsverða reynzlu í félagsmálum. Þátttakendur í námskeiðinu í Iþrótta- kennaraskólanum enr allir nemendur skólans 24 að tölu. Hafa þeir sýnt mikinn áhuga á félagsfræðslunni. Hefur reynzlan sannað að slíkt námskeið hæfir mjög vel menntunarmarkmiði Iþróttakennaraskól- ans og hefur samstarfið við skólann verið allt hið ánægjulegasta. Aðalkennari skólans í framsögn, ræðu- mennsku, og fundarstjórn er Sigurfinnur Sigurðsson, en meðleiðbeinendur og framsögumenn Sigurður Guðmundsson ritari UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson form. UMFÍ og Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri. Námskeið er nú að hefjast á Sel- fossi á vegum Umf. Selfoss, og mun væntanlega verða kennt í nokkrum ald- ursflokkum. Stjórn UMFÍ hefur nú til athugunar að efna til námskeiðs fyrir leiðbeinendur, sem tekið gætu að sér kennslu á vegum skólans, svo hægt verði að sinna öllum þeim fjölmörgu eftirspurnum sem borist hafa um námskeið. Kennslugögn skólans er ekki hægt að láta af hendi nema til þeirra aðila sem tryggt er að geti náð árangri, en slíkir einstaklingar eru að sjálfsögðu margir í okkar samtökum, og til þeirra þarf að ná sem fvrst. H. Þ. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.