Skinfaxi - 01.02.1971, Qupperneq 22
Frá starfi
ungmennafélaganna
48. HÉRAÐSÞING UMSK
var haldið að Fólkvangi í
Kjalarneshreppi hinn 6.
des. sl. Gestir þingsins
vovu þeir Hafsteinn Þor-
valdsson frá UMFÍ og
Sveinn Björnsson, þar var
einnig mættur Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi ríkisins.
Formaður UMSK Pétur Þorsteinsson
setti þingið og flutti skýrslu stjórnar en
hún var einnig lögð fram á þinginu fjöl-
rituð.
UMSK er að verða eitt öflugasta aðild-
arsamband UMFÍ, og bar skýrslan vott
um mikið og gott starf sambandsins,
einkum á íþróttasviðinu. Eitt nýtt félag
gerðist aðili að UMSK á þinginu en það
var Handknattleiksfélag Kópavogs.
Aðalmál þingsins má segja að hafi ver-
ið 14. landsmót UMFÍ og undirbúningur
að þátttöku UMSK i því. Miklar umræður
urðu á þinginu um félags- og skipulags-
mál sambandsins. Þá var m. a. samþykkt
tillaga um að hefja rekstur sumarbúða
fyrir börn á vegum UMSK næsta sumar.
Stjórn UMSK er skipuð 8 mönnum þ. e.
einum frá hverju aðildarfélagi. Formaður
var kosinn Sigurður Skarphéðinsson frá
Aftureldingu, þrautreyndur ungmenna-
félagi sem hefur verið í forystusveit
UMS'IÍ í fjölda ára. Aðrir í stjórn voru
kosnir:
Varafoim.: Steinar Lúðviksson, Breiða-
blik; gjaldkeri: Guðmundur Gislason,
Dreng; meðstjórn: Sveinbjörn Guð-
mundsson, Umf. Bessastaðahrepps; Þór-
hallur Þórhallsson, Gróttu; Einar Gunn-
laugsson, Stjörnunni; Þorvarður Áki Ei-
ríksson, Handknattleiksfélagi Kópavogs.
Framkvæmdastjóri UMSK er nú Guð-
mundur Guðmundsson.
f49. HÉRAÐSÞING UMSB
| var haldið í Brautartungu
I 17. janúar sl. Fyrir þinginu
lá vönduð fjölrituð árs-
skýrsla, sem greindi frá
miklu starfi MSB á siðasta
starfsári.
Gestir þingsins voru þeir Hafsteinn
Þorvaldsson og Sig. Geirdal frá UMFÍ og
Sveinn Björnsson og Hermann Guð-
mundsson frá Í.S.Í.
Þingið var vel undirbúið og lágu fyrir
því margar tillögur frá stjórn sambands-
ins. Umræður snérust mikið um 14. lands-
mótið og ennfremur 15. landsmótið, sem
ákveðið er að verði haldið í umsjá UMSB
1974. Þá var talsvert rætt um samkomu-
hald, en UMSB hefur undanfarin ár
gengist fyrir geysifjölmennri útisamkomu
i Húsafellsskógi. Þá var rætt um skipu-
lagsmál sambandsins og ákveðið að ráða
framkvæmdastjóra til starfa næsta sum-
ar og verður það Matthías Ásgeirsson
22
SKINFAXI