Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 6
14. LANDSMÓT UMFÍ 1111111111111111111111111111111 ■ I ■■ 111 M 11111111 ■ I ■ ■ 111 ■ 11111111 ■ 111 ■ 1111 ■ ■ IJ 14. landsmót UMFÍ var sett kl. 9 laug- ardagsmorguninn 11. júlí af formanni UMFÍ, Hafsteini Þorvaldssyni. Þátttak- endur gengu fylktu liði inn á völlinn lcl. 8,30 undir fánum sambandsaðilanna. Stefán Pedersen, form. landsmótsnefndar, bauð keppendur og gesti velkomna til Sauðárkróks. Guðjón Ingimundarson, form. íþróttanefndar Sauðárkróksbæjar og formaður UMSS, flutti ávarp í tilefni byggingar íþróttamannvirkjanna og af- Forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn, heiðruðu landsmót XJMFÍ með lieimsókn sinni, henti þau formlega Hákoni Torfasyni bæjarstjóra fyrir hönd kaupstaðarins. Bæjarstjóri lýsti hin nýju mannvirki tekin í notkun og árnaði landsmótinu heilla. Það var bjart veður og fagurt þennan laugardagsmorgun, og allir vörpuðu önd- inni léttar, því mikið er í húfi að veður sé gott á útihátíð sem þessari. Forráða- menn mótsins höfðu vonað að hinar gamalkunnu ljóðlínur Matthíasar yrðu að áhrínsorðum á landsmótinu. Og svo sann- arlega gátu menn raulað glaðir á þessum sumarmorgni: Skín við sólu Skagafjörður. Skrúðgangan var fjölmenn og glæsileg. Fyrir göngunni fór Lúðrasveit Sauðár- króks og lék göngulög. Gestur Þorsteins- son var fánaberi og gekk í broddi fylk- ingarinnar, en fremstir gengu forystu- menn UMFI, mótsstjórn, erlendir og inn- lendir gestir og mótsstjóri. Síðan komu þátttakendur hinna ýmsu sambandsaðila undir fánum sínum. Fremstir gengu þátt- takendur UIA, sem sáu um 13. landsmót- ið á Eiðum 1968 og síðastir heimamenn úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Mikill f jöldi gesta var kominn til Sauð- árkróks þegar á föstudagskvöld, og gistu 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.