Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 3
SKINFAX! Tímarit Ungmennafélags fslands — LXII. árgangur — 4.-5. hefti 1971 Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Ritstjóri Eysteinn ERLEND SAMSKIPTI Allt frá stofnun ungmennafélaganna má segja, að höfuðstarfsvettvangur þeirra hafi verið innanlands, þau hafa lagt allan kraft sinn í félagslega, menn- ingarlega og íþróttalega upppbyggingu. Samskipti við samsvarandi félagasam- tök á hinum Norðurlöndunum hafa þó jafnan verið nokkur í formi blaða og bréfa og einstöku heimsóknir hafa átt sér stað. Hæst ber þar utanför U.M.F.Í. 1961 og svo utanförina nú i sumar, en báðar þessar ferðir þóttu takast sérstak- lega vel bæði hvað árangur og fram- kvæmd snerti. Við sem fórum þessa för í sumar áttum þess kost að kynnast því hvernig Danir framkvæma slík mót og niátti mjög margt af þeim læra. Við átt- um þess einnig kost að kynnast ýmsum helztu forustumönnum samtakanna í Danmörku og einnig á hinum Norður- löndunum. Mikið var rætt um samskipti niilli landa og komu fram rnargar tillögur sem ræddar voru fram og aftur. Það sem mér hefur dottið í hug að við settum að stefna að er þetta: 1. Treysta tengsl okkar við ungmenna- samtökin á hinum Norðurlöndunum, einkum i Danmörku, þar sem þau eru þau einu sem starfa á nákvæmlega sama grundvelli og við. Það myndum við gera með persónulegum og bréflegum sam- skiptum og með því að sækja þing og ráðstefnur, sem vitað er að mikla þýð- ingu hafa fyri rsamstarfið. 2. Gerast aðilar að Nordisk Gymynastik forbund, en í því sambandi eru öll helztu ungmennasamtök á Norðurlöndum sem vinna á sama grundvelli og við. 3. Að skipuleggja fyrir milligöngu U.M. F.í. heimsóknir milli íþróttahéraða hér og erlendis. Mætti í því sambandi sam- eina héraðssambönd hér móti hinum stóru samböndum erlendis til þess að ná meiri jöfnuði í keppni. Stefna bæri að fjölbreytni í vali iþróttagreina. 4. Skiptiheimsóknir unglinga. Það hlýt- ur að vera eitt af stefnumálum U.M.F.f. að stuðla að því að ungt fólk kynnist hög- um og háttum annarra þjóða og jafn- framt að kynna erlendu æskufólki land SKiN FAX I 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.