Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 5
BOÐSGESTIRNIR FRÁ DANMÖRKU Tveir ágætir forystumenn frá Dan- mörku voru gestir á 14. landsmóti UMFI ásamt konum sínum. Það voru þeir Niels Ibsen, formaður bræðrasamtaka UMFI í Danmörku, Det Danske Gymnastik og Ungdomsforeninger (DdGU) og Jón Þor- steinsson íþróttakennari við Iþróttaskól- ann í Sönderborg á Jótlandi. Kom Jón Þorsteinsson í boði stjórnar UMFI en Ibsen í boði landsmótsnefndar. Stjórn UMFI vildi sýna Jóni örlítinn þakklætis- vott fyrir þá ómetanlegu aðstoð, sem hann hefur veitt íslenzkum íþróttafélög- um á liðnum árum, sérstaklega í sam- bandi við erlend samskipti. Jón hefur um langt árabil starfað í Danmörku og er mikils metinn forystumaður í íþrótta- og æskulýðsmálum þar. Niels Ibsen, hinn ágæti formaður dönsku ungmennafélaganna, hefur mikla reynslu í starfi. Hið öfluga starf samtaka Frá hægri: Jón Þorsteinsson, Niels Ibsen og konur þeirra á göngu á Sauðárkróki. (Ljósm. Gunnar) hans kom glöggt í ljós á landsmótinu í Holstebro, sem íslenzkir ungmennafélag- ar tóku þátt í nú í sumar. Þeir Niels Ibsen og Jón Þorsteinsson og konur þeirra dvöldu á landsmótinu og fylgdust með öllu, sem þar fór fram. Einnig dvöldu þau í Reykjavík og skoð- uðu nágrenni höfuðborgarinnar. Viðræð- ur forystumanna UMFI við þessa dönsku gesti voru mjög gagnlegar, og er ekki nokkur vafi, að sú aukna samvinna, sem nú hefur verið tekin u]jp við danska að- ila, á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íslenzku ungmennafélögin. Þeir Jón og Ibsen færðu UMFI að gjöf tvo vandaða silfurbikara, sem síðar verð- ur ákveðið um ráðstöfun á. Heiðursgestur Landsmótsins Árni Guðmunds- son 1 ræðustól á landsmótinu. (Ljósm. Gunn- ar) Árni Guðmundsson skólastjóri íþrótta- kennaraskóla íslands var lieiðursgestur landsmótsins og dvaldi fyrir norðan móts- dagana ásamt konu sinni. Árni flutti ræðu í hátíðardagskránni og fjallaði um hin áhugaverðustu málefni fyrir æsku nútím- ans, tækniþjóðfélagið og hlutverk ung- mennasamtaka í því. Árni rifjaði upp margt úr sögu ungmennafélaganna, en ungur hóf hann keppni og starf í röðum þeirra. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.