Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 8
Njarðvíkingar og Borgfirðingar berjast af áhuga í körfuknattieikskeppninni. Edda landsmótsmet 12.8 sek. Edda sigr- aði svo örugglega í 400 m. hlaupinu, en nú var keppt í þeirri grein í fyrsta sinn á landsmóti. UMSK-stúlkurnar sigruðu hins vegar með yfirburðum í boðhlaup- inu á nýju landsmótsmeti. Kristín Björns- dóttir (UMSK) vakti mikla athygli fyrir fjölhæfni og frábæra frammistöðu í þeim þremur greinum, sem hún tók þátt í. Hún sigraði í hástökki og setti nýtt landsmóts- met, sem jafnframt var bezta afrekið í frjálsum iþróttum kvenna. Þá varð hún nr. 2 bæði í langstökki og 400 m. hlaupi. Kristín var stigahæst frjálsíþróttastúlkn- anna á mótinu og fékk því tvenn sérverð- laun. í karlaflokki endurtók Kari Stefánsson (UMSK) það afrek sitt á Eiðamótinu að vinna bezta afrekið samkvæmt stigatöflu. Hann gekk ekki heill til skógar en stökk samt 14,38 m. í þrístökki, heilum metra lengra en næsti maður. Ekki er hægt að segja að neinn óvæntur sigur hafi unnizt, en keppnin var oft geysijöfn. Það var snemma ljóst, að af 30 keppendum í 100 m. hlaupinu myndu þeir Sigurður Jóns- son (HSK) og Jón Benónýsson (HSÞ) berj- ast um sigurinn, en það var ekki fyrr en á síðustu metrum úrslitahlaupsins, sem ljóst varð, hvor myndi sigra. í fyrsta riðli undanrásanna sigraði hinn kunni knatt- spyrnumaður Birgir Einarsson (UMFK) öllum að óvörum, enda mun hann ekki hafa keppt i greininni áður. Ekki er að efa að Birgir gæti náð frábærum árangri í spretthlaupum, ef hann legði rækt við þau. Því miður gat hann ekki haldið áfram í 100 m.-keppninni, vegna þess að milliriðlar voru á sama tíma og knatt- spyrnukeppnin. Mótvindur var, þegar úrslitasprettur 100 m. hlaupsins var hlaupinn og tíminn því ekki eins góður og ella hefði verið. I undankeppninni hljóp Jón Benónísson á 11.4, Sigurður Jónsson á 11.5 og á 11.7 sek. hlupu Guð- mundur Jónsson (HSK), Birgir Einarsson (UMFK), Lárus Guðmundsson (USAH), Sævar Larsen (HSK), Trausti Svein- björnsson (UMSK) og Guðmundur Guð- mundsson (UMSS). I hástökki slógu joeir Hafsteinn Jóhann- esson (UMSK) og Stefán Hallgrímsson (UIA) landsmótsmetið. Hafsteinn sigraði, en báðir stukku sömu hæð. Stefán lét líka til sín taka í langstökkinu, jrar sem hann varð annar og enn kom hann við § SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.