Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 36
Framkvæmdastjóri mótsins Hans J0rgen L0rup tók á móti okkur og leysti hið snarasta úr hverri spurningu og hverj- um vanda, og hélzt það svo allt mótið. Aður en lengra er haldið er rétt að segja frá því, að þegar farið var að leita eftir sambandi við dönsku félögin snéri UMFI sér til Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara í Spnderborg og brást hann vel við eins og jafnan áður og talaði máli okkar við forráðamenn félaganna með góðum ár- angri. Jón og kona hans voru heiðursgest- ir UMFI á 14. landsmótinu á Sauðár- króki og vildi UMFI sýna þeim hjónum á þann hátt þakklæti sitt fyrir margvís- lega aðstoð við íslenzka ungmennafélaga á liðnum árum. Sá aðili, sem Jón kom okkur síðan í samband við og varð endan- legur viðsemjandi okkar var Niels Ibsen, formaður dönsku ungmennafélaganna eða De danske Gymnastik og Ungdoms- foreninger, eins og þau nefnast á dönsku, skammstafað DDGU. Niels Ibsen vildi allt fyrir okkur gera, enda kom það greinilega í ljós að hann hafði undirbúið komu okkar og dvöl frá- bærlega vel og sýndi okkur rausnarskap langt umfram alla samninga og langt um- fram það sem hafði verið búizt við. Nielsi var boðið af landsmótsnefnd 14. lands- mótsins til Sauðárkróks og dvaldist hann hér í nokkra daga ásamt konu sinni. Þau eru öllum ógleymanleg sem kynntust þeim, sannir ungmennafélagar og kraft- miklir leiðtogar. Eru þessum tveim heið- urshjónum hér með færðar alúðar þakkir íslenzkra ungmennafélaga fyrir joeirra joátt í þessari ánægjulegu utanferð. Nú var mannskapurin kominn til Holstebro, og eftir að hafa hvílt sig fór fimmtudagurinn í það hjá flestum að skoða sig um. Holstebro er um 25 jms. manna bær og það var ekkert um að vill- ast, að bærinn tók allur jvitt í hátíða- höldunum. Allar götur voru skreyttar fánum og blómum, kaupmenn höfðu sett varning sinn út á götu og sérstakur af- sláttur var á öllum vörum þeirra móts- dagana, minjagripir um mótið og staðinn voru hvarvetna boðnir. Allir jrátttakendur í rnótinu höfðu fengið sérstaka möppu afhenta, sem hafði að geyma allskonar upplýsingar, matarmiða, strætisvagna- miða, miða að íjrróttaleikvangi o. s. frv. Þess má geta til gamans, að mótstjórnin hafði á sínum vegum 85 strætisvagna til flytja keppendur til og frá. Meðan kepp- endur og aðrir skoðuðu bæinn, sátu far- arstjórar fundi og kynntu sér nánar ein- stöku atriði í framkvæmd mótsins, en fararstjórn var skipuð Hafsteini Þorvalds- syni, Sig. Guðmundssyni, Pálma Gísla- syni, Hörn Harðardóttur og Sig. Geir- dal. Mótssetning fór fram kl. 19 á fimmtu- dag og var þar sú glæsilegasta hópganga íþróttamanna sem ég hef séð. Gengið var inn á völlinn í sexfaldri röð hver flokkur með sína fánabera eða fánaborgir. Sam- tals voru í göngunni rúmlega 8000 íjrróttamenn, og áhorfendur voru 14 ])ús- und. Islenzku þátttakendurnir voru í hin- um fallega hvítbláa búningi USAH, en skipt hafði verið um stafi þannig að nú stóð á blússunni UMFÍ auk jress sem merki UMFI var í barmi hvers og eins. Innanundirbúningur var í sama lit, hvítur að ofan og bláar buxur. Urðu margir til þess að láta í Ijós aðdáun sína á merki og búningi ungmennafélaganna. íjrrótta- völlurinn var fánum skreyttur og lúðra- sveit lék göngumars. Benedikta Dana- ])rinsessa var mætt fyrir hönd konungs- fjölskyldunnar, og fannst J)á Dönum fátt 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.