Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 21
KNATTLEIKIR KNATTSPYRNA Knattleikjakeppnin hófst samkvæmt timasetningu kl. 10:30 á laugardagsmorg- un og léku fyrst lið UMSS og UMFK. Leikið var á malarvellinum. Úrslit urðu þau að UMFK sigraði 5—3. Annar leikur var á nýja grasvellinum og var það fyrsta knattspyrnan á þessum glæsilega velli og léku lið UMSS og UMSK vígsluleik. Úrslit urðu þau að UMSK sigr- aði 11—1. Úrslitaleikur keppninnar var leikinn á grasvellinum. Áttust við lið UMSK og UMFK og sigraði lið UMFK 1—0. Þingeysku stúlkurnar fagna sigri eftir tví- sýna keppni i handknattleik. STIG SAMBANDSAÐILA í KNATTSPYRNU 1. UMFK 18 stig 2. UMSK 15 stig 3. UMSS 12 stig 4.-6. UMSE 6 stig 4.-6. HSH 6 stig 4.-6. UÍA 6 stig HANDKNATTLEIKUR 1. leikur handknattleikskeppninnar fór fram kl. 11:30 og áttust þar við lið UMFN og UÍA, leikar fóru svo að UMFN sigraði og var maikatalan 10—5. Seinni leikur laugardagsins var leikinn kl. 17:00 og léku þá UÍA og HSÞ. HSÞ sigraði með 7 mörkum gegn 6. HSÞ vann svo UMFN á sunnudag með 10—8 og sigraði þar með, — vann sína 2 leiki. Dómarar voru Matthias Ásgeirsson og Árni Sverrisson. 4.-6. UMSS 6 stig 4.-6. HSH 6 stig KÖRFUKNATTLEIKUR Lið Ungmennafélags Njarðvíkur, Ung- mennasambands Borgarfjarðar og Hér- aðssambandsins Skarphéðins höfðu á- unnið sér rétt til úrslitakeppninnar á landsmótinu. Keppnin var háð á stóra pallinum. Fyrst kepptu lið HSK og UMSB og sigr- aði HSK með 44:29. Síðan kepptu UMSB og UMFN og sigraði UMSB — 58:53 eftir jafna keppni. Þessir tveir leikir voru háðir á laugardaginn. Á sunnudaginn sigraði svo HSK lið UMFN með 54:37. HSK sigraði því í keppninni. UMSB varð í öði'U sæti og UMFN i þriðja. STIG SAMBANDSAÐILA í KÖRFUKNATTLEIK STIG SAMBANDSAÐILA f 1. HSK 18 stig HANDKNATTLEIK 2. UMSB 15 stig 1. HSÞ 18 stig 3. UMFN 12 stig 2. UMFN 15 stig 4.-6. UMSS 6 stig 3. UÍA 12 stig 4.-6. HSH 6 stig 4.-6. UMSK 6 stig 4.-6. UMSK 6 stig SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.