Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 11
Hafsteinn Þorvaldsson afhendir SígurSi Greipssyni og Eiríki Eirikssyni lieiðursfélaga- orður UMFÍ. sveit UMSK annað árið í röð. Efnt var til sveitakeppni í skák á landsmótinu á Eiðum 1968 og sigraði sveit UMSK þá einnig. Árið eftir var háð fyrsta reglulega skákþing UMFÍ og keppt um Skinfaxa- styttuna, sem UMFÍ gaf til keppninnar. Skákþingið er háð árlega og á landsmót- inu sjálfu, þau árin, sem landsmót er haldið. Sigursveitin hlaut einnig verð- launabikar til eignar fyrir sigurinn. Skákstjóri á skákþinginu var Frey- steinn Þorbergsson. Kvöldvaka og hátíðardagskrá. Kl. 8 á laugardagskvöld hófst kvöld- vaka við stóra pallinn í Grænuklauf, og var þar margt til skemmtunar. Fjórir hag- yrðingar úr ýmsum landshlutum svöruðu spurningum í ljóðformi við góðar undir- tektir áheyrenda. Það virtist ekki fara milli mála, að vísnagerðin á mikil ítök í fólki. Þá skemmti Ómar Ragnarsson, drengir frá Ólafsfirði sýndu fimleika undir stjórn Björns Þ. Ólafssonar, söng- tríóið Þrjú á palli söng og loks lék hljóm- sveitin Mánar fyrir dansi. Veður var nokkuð kalt um kvöldið, en kvöldvöku- gestir skiptu samt þúsundum og skemmtu sér vel. Á sunnudeginum kl. 1.30 s.d. hófst svo fjölbreytt hátíðardagskrá á sama stað. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjám og forsetafrúin, Halldóra Eldjárn, heiðmðu landsmótið með því að vera gestir á dag- skránni og vera viðstödd íþróttakeppnina á eftir. Séra Þórir Stephensen annaðist helgistund. Heiðursgestur mótsins, Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakenn- araskóla íslands, flutti ræðu. Eyþór Stef- ánsson tónskáld flutti tvö ljóð. Hópur pilta úr Vestmannaeyjum undir stjóm Gísla Magnússonar sýndi fimleika. Stutt ávörp fluttu Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ, og Halldór Þ. Jónsson, for- seti bæjarstjómar Sauðárkróks. Þá var þjóðdansasýning undir stjórn Eddu Bald- ursdóttur. Gestir mótsins, sem komnir voru frá Danmörku fluttu ávörp, en það voru þeir Niels Ibsen, formaður dönsku ungmennasamtakanna og Jón Þorsteins- son, sem um langt árabil hefur verið kennari við íþróttaskólann í Sönderborg í Danmörku. Hafsteinn Þorvaldsson af- henti síðan heiðursfélögum UMFÍ, Sig- urði Greipssyni og Eiríki J. Eiríkssyni heiðursfélagaorðu UMFÍ. Að lokum söng karlakórinn Heimir nokkur lög undir stjórn Áma Ingimundarsonar. Strax að lokinni hátíðardagskránni sýndi fjöldi unglinga frá Sauðárkróki og Blönduósi hópfimleika á íþróttavellinum undir stjórn Ingimundar Ingimundarson- ar. Á landsmótum UMFÍ ríkir jafnan al- gert áfengisbann. Andinn á landsmótun- um er líka jrannig, að drukkið fólk hopar óhjákvæmilega í burtu. Nokkrar drukkn- ar hræður, sem hugðust vera fólki til leið- inda á kvöldvökunni, drógu sig fljótlega SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.