Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 14
>I1II1IIIII1IIII1II1II1IIII1IIIII1IIIIIIII1IIII1II1IIIIIII1IIIIIII1IIIIIII*1IIIIIIIIIII1I1I Góðir mótsgestir! Á þessu 14. lands- móti UMFÍ eru skráðir keppendur 650 í keppnisgreinum. — Þátttakendur í hóp- sýningum og dagskrá 300 og starfsmenn 200. Til leiks eru komin þátttökulið frá 20 af 24 sambandsaðilum UMFÍ. Þessar tölur gefa okkur til kynna hversu viðamikil framkvæmd landsmótin eru orðin. Hin mikla þátttaka gerir þau einnig svo eftirminnileg fyrir fólk á öllum aldri, hvort sem þú ert þátttakandi í keppni dagskrá, við framkvæmdastörf eða sem almennur mótsgestur. — Það er ósk sambandsstjórnar UMFI, að þetta mót megi sem hin fyrri marka spor í sögu hreyfingarinnar, þessa byggðarlags og landsins í heild. — Mótið er ykkar mót, það er undir ykkur komið, góðir lands- mótsgestir, hvernig til tekst. Framkvæmdaaðilar þessa móts treysta því sem fyrr, að hinn góði andi lands- mótanna muni gera þetta mót að hátíð íþrótta, æsku, lista, sögu, starfs og sannr- ar gleði. Fátt skortir hér á ytri aðbúnað frá hendi heimamanna. Við erum þeirrar ánægju aðnjótandi að sækja þennan stað heim í hátíðarskrúða á merkum tímamót- um í sögu byggðar hér. Afmælishátíð Sauðárkróks hófst fyrir viku. Hátíð skal nú enn haldin með fjöldaþátttöku fólks úr öllum landshlut- um, eins konar þjóðhátíð, hinnar fjöl- mennu æskulýðshreyfingar ungmenna- félaganna á íslandi. Leikvangurinn bíður vor, fram til leiks og starfs, æskumenn og -konur. 14. lands- mót UMFÍ er sett. — ÍSLANDI ALLT. 111111111 ■ 1111111111111 ■ 111111111111 ■ ■ 11 ■ 1111111 ■ 11111111! 1111 ■ 11111111111 ■ I ■ 11111 ■ 111111 ■ Morgunblaðið hlaut vináttufána UMFÍ Eins og öll önnur félagssamtök eiga ungmennafélögin mikið undir velvilja og skilningi fjölmiðla til að koma stefnu- málum sínum á framfæri og að fá fréttir birtar af starfseminni. Alllangt er siðan að stjórn UMFÍ tók að ræða nauðsyn þess að sýna að samtökin kynnu vel að meta það, sem bezt væri gert í þessum efnum. Því var það að ákveðið var að veita því dagblaðinu, sem mest sinnti 14. landsmót- inu og fréttum þaðan, vináttufána UMFÍ. Engan, sem fylgdust með fréttaflutningi frá undirbúningi landsmótsins og fram- kvæmd þess, þarf að undra, þótt viður- kenningin kæmi í hlut Morgunblaðsins. Fréttaflutningur blaðsins um mótið, sem Steinar J. Lúðviksson blaðamaður sá um ásamt samstarfsmönnum sínum, var víð- tækur, glöggur og vel fram settur. Með þessu er auðvitað ekki verið að kasta rýrð á önnur blöð og fjölmiðla, sem vissulega eiga miklar þakkir skildar. Steinar J. Lúðvíksson blaðamaður með vin- áttufána UMFÍ ásamt Sigurði Geirdal fram- kv.stj. UMFÍ (t. v.) og Hafsteini Þorvaldssyni form. UMFÍ. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.