Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 10
sundstarfsins þar eystra með prýðilegum árangri. Af einstaklingum í sundkeppninni bar mest á Guðmundu Guðmundsdóttur (HSK), sem hlaut fern gullverðlaun að boðsundinu meðtöldu. Hún hlaut einnig bæði sérverðlaun kvenna, fyrir bezta af- rekið og fyrir flest stig. í 100 m. skrið- sundi bætti hún landsmótsmetið um tæp- ar 5 sek. og í 400 m. um 20 sek. Þrjú beztu kvennaafrekin voru öll hennar. í karlaflokki voru það Akurnesingamir, sem hreptu sérverðlaunin, Guðjón Guð- mundsson fyrir bezta afrekið og Elvar Ríkarðsson fyrir flest stig. Starfsíþróttir. Keppt var í 12 greinum starfsíþrótta og var þátttaka mikil í öllum greinum nema í netabætingu. Keppnin var jöfn og skemmtileg í flestum greinum, og það er ánægjulegt, að fleiri aðilar senda nú fólk í starfsíþróttakeppnina en áður. Nú var í fyrsta sinn keppt í pönnukökubakstri, og voru keppendur 16 í þeirri grein. Sér- staka athygli vakti sigur Vignis Valtýs- sonar (HSÞ) í dráttarvélaakstri, en hann sigraði nú í þessari grein á þriðja lands- mótinu í röð. í stigakeppni einstaklinga í starfsíþróttum voru þrír keppendur jafnir og hæstir að stigum: Guðrún Sveinsdóttir (HSK), Hildur Marinósdóttir (UMSE) og Guðmundur Theódórsson (UNÞ). Varð því að varpa hlutkesti um sérverðlaunin, og komu þau í hlut Guðmundar. Knattleikir. Lið Ungmennafélags Keflavíkur sigr- aði í úrslitum knattspyrnukeppninnar, en lið UMSK og UMSS komu næst á eftir. Skagfírðingar urðu svo óheppnir að verða að leika tvo erfiða leiki sama daginn, og sannaðist enn, að þetta fyrirkomulag úr- slitakeppninnar er óviðunandi. Eins og sagt var frá í 5. tbl. Skinfaxa í fyrra, var það álit síðasta sambandsráðsfundar UMFÍ, að breyta þyrfti tilhögun lirslita- keppninnar í knattleikjum, þannig að eitt liðið sæti ekki því óhagræði miðað við hin liðin að verða að keppa tvisvar sama daginn. Dómari var Einar Hjartarson og línuverðir Sveinn Friðvinsson og Bogi Ingimarsson. í körfuknattleik bar lið Skarphéðins sigur úr býtum. UMSB var í öðru sæti og UMFN í þriðja. Dómarar voru Guð- mundur Þorsteinsson og Kristinn Stefáns- son. Handknattleiksstúlkurnar úr HSÞ sigr- uðu í handknattleik eftir jafna og spenn- andi keppni við bæði hin liðin í úrslitum UMFN og UÍA. Flestir höfðu spáð Njarð- víkurstúlkunum sigri, en þær þingeysku voru mun ákveðnari og baráttuglaðari í úrslitaleiknum og unnu verðskuldaðan sigur. Dómarar voru Matthías Ásgeirsson og Ámi Sverrisson. Glíma. Nú var í fyrsta sinn keppt í tveim þyngdarflokkkum í glímu, og mæltist sú nýbreytni vel fyrir. í glímukeppninni vakti það athygli að hinn gamalkunni glímumaður Ármann Lárusson (UMSK) kom nú aftur til keppni eftir nokkurra ára hlé og sigraði í þyngri flokknum eftir jafna keppni við Sigurð Steindórsson (HSK). Yfirdómari í glímukeppninni var Ólafur H. Óskarsson og meðdómarar Garðar Erlendsson og Grétar Sigurðsson. Skák. Skákþing UMFÍ var háð á landsmót- inu, eins og lög gera ráð fyrir, og sigraði 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.