Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 45
hækkað úr t. d. 70 í 90 slög, og það getur tekið allt að því eina mínútu eða lengur, að það komist aftur niður í eðlilegan púls. Þetta er einfalt og afar handhægt fyrir þá, sem vilja fylgjast með því, í hve góðri æfingu eða lélegri þeir eru. Ekki er ólík- legt að þið getið, ef þið framkvæmið þessa athugun daglega jafnframt því sem þið æfið úthaldsæfingar, séð að æfingin ■— þol ykkar — eykst með hverjum degi sem líður, jrví púlsinn lækkar á hverjum morgni og verður fljótari að jafna sig. Víða hafa farið fram miklar rannsóknir á jressu sviði, ekki hvað sízt hjá frænd- um okkar á hinum Norðurlöndunum. Hjá Svíum var t. d. eitt sinn talinn púlsinn hjá öllum, sem komu í mark eftir 30 km. skíðagöngu 5 mín., 15 mín. og 30 mín. eftir að þeir komu í mark. Tölurnar, sem komu fram voru all mismunandi, en hér skulu aðeins teknar tölur 1. og 2. manns í keppninni. Sigurvegarinn fékk tölumar 144 — 92 — 78 en sá, sem annar varð fékk 156 — 110 — 102. Allir aðrir fengu talsvert lakari útkomu. En á milli 1. og 2. manns í mark var aðeins sára lítill munur á tíma, um 5 sek., og jrví jrótti handhæg- ast að skýra þennan mun á tölunum, sem talinn er vera nokkuð mikill, með því að göngutækni sigurvegarans hafi verið svona áberandi miklu betri. Við frekari úrvinnslu þessara gagna jróttu tölur jrær, sem fengust eftir 30 mín. vera mikilvæg- astar og gefa mesta vísbendingu urn j^jálfunarástand jjátttakendanna. En jafn- framt þótti það sýnt að tækni sú sem beitt var af keppendunum hefði mikið að segja ,enda voru þeir yfirleitt Iægstir eftir 30 mín., sem bezt gengu. Ef íþróttamaður ætlar sér að reyna að keppa við þá beztu í íþrótt sinni, þá get- ur hann lesið á púlsslögum sínum, hvern- ig hann er á vegi staddur. Ef púls hans er enn í 55—60 slögum, eftir æfingar hans fyrir keppnina, j)á hafa æfingar hans ekki verið nægilega erfiðar og hann er ekki nógu vel æfður fyrir keppnina. Hafi púls- inn hinsvegar verið 35—45 slög um nokkurt skeið, en hækkar allt í einu aftur, þrátt fyrir jafnar eða auknar æfingar, upp í 50—60 slög og stöðvast jrar, jrá er ekki allt eins og jrað á að vera. Slíkt getur verið merki Jress að æfingarnar hafi verið of erfiðar, svokölluð ofþjálfun hafi komið fram; að sjúkdómur sé að breiða um sig í líkama hans; eða hreint og beint að svefn og hvíld hafi verið of lítil með tilliti til erfiðis æfinganna. Undir öllum kring- umstæðum ber að minnka æfingarnar og leita til læknis, ef slíkt kemur fram. Allar æfingar verður að byggja jrannig upp, að púlsinn fari smátt og smátt lækk- andi en taki ekki stökkbreytingum. Síðan er reynt að halda hinum lága púlsi með æfingum eða að lækka hann nokkuð enn allt keppnistímabilið, ef um keppnisfólk er að ræða. En þegar síðan er slakað á erfiði æfinganna, eða jreim fækkað, er eðlilegt að púlsinn hækki að nýju og að sú þróun haldist Jrangað til æfingarnar verða enn á ný erfiðari. íþróttafólki, sem æfir íjrróttir, sem krefjast mikils úthalds — Jrols, er Jrað sérstaklega mikilvægt að fylgjast vel með púlsi sínum. Þeir ættu Jrví að hafa jri föstu venju að telja púlsinn reglulega og jrá helzt oft í viku. Og allir ættu að færa niðurstöður taln- inga púlsins inn í bók, svo Jrær gleymist ekki og hægt sé að fylgjast náið með Jrví, sem er að gerast í líkama þeirra og þá í hjartanu sérstaklega. Guðmundur Þórarinsson. SKINFAXI 45

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.