Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 34
■ III11111II1111 111 ■ 111 ■ i m 1111 ■ 111 ■ ■ ■ 1111111 • 111 ■■ ■ 111 ■ ■ ■ i ■ ■ i ■ ■ 11 ■ ■ 11 ■ i ■ ■ ■ ■ n 111 ■ 11 ■ 1111 ■ 11 ■ 111 ■ ■ i ■ i ■ ■ ■ 1111111 ■ ■ i ■ ■ i ■ i ■ i ■ 111111111 ■ ■ 111"" ■ ■ ■ ■ i ■' •" i1111 ■ i' i" 11: ■ ■ 111""""" 11 Sigurður Geirdal: Danmerkurferð UPs>CME(M»MAFÉl_AO . ISLANDS OANMERKUH- í FEWO 1971 UMFÍ Erlend samskipti íslenzkra æskulýðs- og íþróttafélaga hafa stöðugt aukizt hin síðari ár, enda hafa menn gert sér ljósa grein fyrir því að margt er hægt að læra af nágrönnunum og íslenzk ungmenni hafa mikla ánægju af því að kynnast jafn- öldrum sínum í öðrum löndum. UMFÍ hefur ekki tekið þátt í þessari þróun sem skyldi á undanförnum árum, en áhugi félagsmanna var þó fyrir hendi til að bæta úr. Framkvæmdastjóra samtakanna var því falið að kynna sér erlend sam- skipti UMFÍ á undanförnum árum og komast að því hvar þræðirnir höfðu slitn- að, en síðasta átak í þessum efnum var utanferð frjálsíþróttamanna eftir 11 landsmótið að Laugum, og heppnaðist sú ferð prýðisvel. Á 17. sambandsráðsfundi UMFÍ, sem haldinn var í Stapa í Ytri-Njarðvík í okt. 1970 flutti framkvæmdastjóri skýrslu sína um erlend samskipti UMFÍ og fylgdi í kjölfar hennar tillaga þess efnis að stjórn UMFÍ skyldi falið að koma á utanför íþróttafólks að loknu 14. landsmótinu og ennfremur að kanna möguleika á því að með í förinni yrðu áhugasamir unglingar úr ungmennafélögunum sem gætu dvalið í sumarbúðum með jafnöldrum sínum á meðan á heimsókninni stæði. Tillaga joessi var samjyvkkt einróma. Næst var svo hafizt handa um að und- irbúa förina, haft samband við ung- mennafélög um öll Norðurlönd og kom jrað fljótlega í ljós að Danmörk freistaði mest, en þannig stóð á hjá Dönum að ungmennafélög jreirra ætluðu að halda landsmót sitt í Holstebro á Jótlandi tæp- um þrem vikum seinna en landsmót UMFÍ yrði háð á Sauðárkróki, og hentaði það okkur prýðilega. Samningar við for- ráðamenn danska mótsins tókust fljótlega og seinna bættist við samningur við íþróttafélögin í Odense um mót þar. Því næst var að ákveða ferðaáætlun og afla fjár. Okkur varð strax ljóst að ódýrasta framkvæmdin yrði sú að taka á leigu þotu fyrir fast verð og fylla hana síðan, en joetta mundi hinsvegar kosta miklu 34 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.