Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 9
Jóhannes Sigmundsson (annar frá vinstri) form. HSK með for- setabikarinn og Jjrir aðrir Skarphéðinsmenn með sérverðlaun, sem HSK hlaut fyrir körfu- knattleik, starfsiþróttir og sund. sögu í 400 m. hlaupinu, þar sem hann náði einnig öðru sætinu, en sigurvegari varð þar Sigurður Jónsson, sem þar með var tvöfaldur sigurvegari og leiddi auk þes Skarphéðins-sveitina til sigurs í 1000 m. boðhlaupinu. Stefán varð hins vegar stigahæstur í karlakeppninni. Jón Péturs- son (HSH) sigraði í annað sinn í röð á landsmóti bæði í kúluvarpi og kringlu- kasti. Guðmundur Jónsson (HSK) náði bezta árangri á landinu í ár í langstökki. Guðmundur Jóhannesson (HSH) setti landsmótsmet í stangarstökki og Sig- mundur Hermundsson í spjótkasti. Jón H. Sigurðsson sigraði í 5000 m. hlaupi á öðru landsmótinu í röð og Sigvaldi Júlí- usson vann 1500 m. hlaup með yfirburð- um. Þótt hin mikla þátttaka og hinn góði keppnisandi sé ávallt aðalsmerki lands- mótanna, þá er augljóst að á Sauðár- króki voru mörg afrek unnin, sem eru með því bezta á landsmælikvarða, og ber þar ekki sízt að nefna árangurinn í frjálsum íþróttum kvenna og í sundi. Sundkeppnin. Sundkeppnin var háð í Sundlaug Sauð- árkróks, sem er orðið hið glæsilegasta íþróttamannvirki. Áhorfendasvæði er stórt og gott við sundlaugina, og var þar þétt setið og fylgzt með keppninni af áhuga. Þarna var líka mikið um jafna og skemmtilega keppni og góð afrek. Sett voru landsmótsmet í öllum keppnisgrein- um nema tveimur. Það vekur athygli, að aðeins 6 sambandsaðilar hlutu stig í sundkeppninni. Þetta er lítt skiljanleg þróun, þar sem sundaðstaða hefur tæp- lega versnað á þeim svæðum, sem nú létu minna að sér kveða en oft áður. Þá varð sú breyting á, að nú kom UMSK með mjög sterkt sundlið, en hlaut ekkert stig í sundi á Eiðamótinu. Hér munar mest um nýju sundlaugina í Kó]Davogi og hið ötula starf sundjjjálfarans þar Steinars Lúð- víkssonar. Hið unga sundfólk frá UmJ. Skipaskaga á Akranesi hlaut næstflest stig í sundkeppninni, og furðar víst engan á því, sem sá tilþrif þeirra á Eiðamótinu. Þess má geta að Akurnesingarnir hafa mjög slæma aðstöðu til sundæfinga, að- eins litla 12,5 m. laug. Skarphéðinsfólkið vann stigakeppni sundsins með miklum yfirburðum, og þess sigurs er ekki hægt að geta án þess að minnast starfs sund- þjálfara jiess, Harðar Óskarssonar, sem um árabil hefur unnið að uppbyggingu SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.