Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 44
Unglingar, sem ekki eru fullþroskaðir, hafa að jafnaði nokkuð hærri púls en hin- ir fullorðnu. Við venjulegar æfingar — þjálfun — lækkar púlsinn smátt og smátt, en það táknar að hjartað er farið að vinna betur en áður var. Eftir líkamlegt erfiði kemst púlsinn miklu fyrr niður undir hvíldarpúls hjá vel æfðu fólki en hinu óæfða, sem táknar, að hinir vel æfðu eru miklu fljótari að jafna sig eftir erfiðið en hinir. Þeir hafa sem sagt verið betur undir það búnir en hinir. Bezt er að athuga hvíldarpúlsinn að morgni dags, áður en stigið er upp úr rúminu. Mælt er yfirleitt með því að telja á hálsæð, en það er hægt að telja víðast hvar á slagæðum líkamans m. a. á þumal- fingrinum. Púlsinn á að vera jafn og reglulegur. Hjá ungu fólki getur púlsinn verið nokkuð óreglulegur, án þess að það þurfi að vera óeðlilegt. Nú vil ég setja fram lítið dæmi um hvernig talning á púlsslögunum er notuð af íþróttafólki: Norskir skautahlauparar voru sendir í æfingabúðir, þar sem at- huganir á púlsi þeirra var einn liðurinn á dagskránni. Þegar þeir hófu æfingarnar kom í Ijós, að púls þeirra flestra var um 65 slög. Við hinar reglulegu æfingar búð- anna lækkaði púls þeirra jafnt og þétt, og hjá flestum kom lækkunin svo greini- lega fram að hægt var að sjá hana við talningu a. m. k. annan hvern dag. Að 3 vikum liðnum voru allir komnir vel niður fyrir 50 slög á mín. Meðal atriða á dag- skrá æfingabúðanna var, að allur hópur- inn fór til næstu borgar til að Iyfta sér upp, dansa eða skemmta sér á annan hátt. Þegar púlsinn var talinn morguninn eftir, kom í ljós að hann var um 90 slög hjá . . . að púlsinn fari smámsaman lækkandi. þeim öllum, og vakti það ekki svo litla undrun þátttakendanna. Þar næsta morg- un var svo púlsinn aftur orðinn eðlilegur, 50 slög eða minna. Þessi bæjarferð sannfærði þátttakend- urna um, að það er ekki gott að fara út og skemmta sér mikið, ef fyrir dyrum stendur mikið erfiði, hörð keppni, því slíkt hefur í för með sér mikið aukaerfiði fyrir hjartað, hækkar púlsinn og kemur í veg fyrir verulega góðan árangur. Vona ég að þetta geti sannfært ykkur einnig, svo þið sleppið við að komast að sömu niðurstöðu vegna eigin mistaka. Þeir, sem vilja athuga hve púls þeirra er fljótur að jafna sig eftir visst erfiði geta t. d. gert þetta: Teljið hvíldarpúlsinn strax og þið vaknið. Farið síðan fram úr og gerið 10 djúpar hnébeygjur alveg nið- ur á hæla, á 30 sek., en farið svo strax upp í rúmið aftur og teljið púlsinn. Kem- ur þá í ljós að hann er nokkuð hærri en áður en staðið var upp úr rúminu. Hjá vel æfðu fólki er aukningin 5—10 slög t. d. úr 40 í 45—50, en púlsinn er um 10—15 sk. að kornast aftur niður í hvíld- arpúls. Hjá óæfðu fólki getur púlsinn 44 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.