Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1971, Blaðsíða 4
okkar og þjóö. Vandalítið ætti að vera að koma fyrir í hinum fjölmörgu íþrótta- búðum héraðssambandanna nokkrum frændum okkar, jafnframt því sem þeir myndu taka á móti ungmennum frá okkur i sams konar dvöl hjá sér. Þessir liðir, sem ég hef hér sett upp eru aðeins hugmyndir, sem útfæra má á ótal vegu eftir aðstæðum hverju sinni. Ég hef ekki enn minnst á kostnað sem yrði óhjákvæmilega mikill við svona ferð- ir. Spurningin er held ég ekki aðallega sú, hvað hluturinn kostar heldur ef til vill fyrst og fremst, er hann þess virði að unnið sé að honum og sé hann það, tekst okkur að kljúfa kostnaðinn. Stjórn U.M.F.Í. hefur oft á fundum sín- um rætt um erlend samskipti og verið sammála um að treysta þau sem bezt. Hún telur það verðugt verkefni ung- mennafélaganna að stuðla að heilbrigð- urn kynnum æskufólks á Norðurlöndum með samskiptum íþróttafólks, með félags- legum heimsóknum og menningarlegum kynnum. Við höfum stundum látið í veðri vaka að ekkert sé okkur óviðkomandi. Hér er rætt um einn vettvanginn enn sem við getum beint huganum að, vettvangi sem ég vona að margir ungmennafélagar eigi eftir að vera þátttakendur i sér til fróð- leiks og skemmtunar, sér til aukins þroska og hæfni, íslandi til heilla. FORSÍÐUMYNDIN er tekin í knattspyrnukeppni landsmóts- ins í leik UMSS og UMSK, sem var fyrsti knattspyrnuleikur, sem háður var á nýja grasvellinum, og lauk með sigri Ung- mennasambands Kjalarnesþings. (Ljósm. Helgi Dan.) OPNUMYNDIRNAR sýna ýmis eftirminnileg atvik og andlit frá landsmótinu. í efstu myndaröðinni eru frá vinstri: Stefán Hallgrímsson í há- stökki, Jón Benónýsson i 100 m, keppni i 1500 m, þrír fyrstu í kringlukasti og svip- mynd frá pönnukökukeppninni. Miðröð: Handknattleiksstúlkurnar þingeysku, fimleikastrákar frá Vestmannaeyjum, og Helga Hauksdóttir i hástökki. Neðsta röð- in: Sex fyrstu í 100 m kvenna, Sigurður Jónsson sigurvegari í 100 m og 400 m, glímumenn í léttari flokki, þátttökusveit Austur-Húnvetninga, og neðst í horninu sést niður á sýningarpallinn, meðan þjóð- dansar eru dansaðir. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.