Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 14

Skinfaxi - 01.12.1971, Page 14
SKIPULAGNING ÞJÁLFUNARINNAR íþróttaárinu í frjálsum íþróttum er oft skipt á eftirfarandi hátt: 1) Viðhaldstímabil, okt.—nóv. (léttara tímabil). 2) Uppbyggingartímabil, des.—marz, (undirbúningsþjálfun). 3) Sérþjálfunartímabil, apríl—júní. 4) Keppnistímabil, júlí—sept. Þessi skipting er ekki nákvæm, því ekki eru nein skýr skil á milli tímabilanna, heldur er þetta allt mjög breytilegt og rennur hvert tímabil eiginlega inn í það næsta. Flestar breytingar frá þessu eru þó vegna loftslags eða legu lands eða þær ákvarðast af fjölda keppnimóta og hvenær þau eru. í grundvallaratriðum er uppbygging- artímabilið mikilvægast, því enga sér- þjálfun má hefja nema undirbúnings- þjálfunin sé nógu vel unnin. Á uppbygg- ingartímabilinu þarf að þroska alla þá hæfileika og þau grundvallaratriði, sem sérþjálfunin byggist á. Það hefur mjög mikið að segja að uppbyggingartímabilið hjá unglingunum nái yfir allt árið, nokk- ur ár í röð. Almennt þol (alhliða úthald), kraftur og mýkt byggjast bezt upp, þegar þau eru æfð á uppvaxtarárunum, og ættu þær æfingar raunar ekki að minnka neitt að ráði, þótt komið sé inn á keppnistíma- bilið. Til þess að þjálfunin geti gefið góða raun og sýnt framfarir svo árum skiptir, verður hún að halda áfram án af- láts. Að öðrum kosti stöðvast þróunin. Til þess að æfingin hafi bætandi áhrif verður sérhvert grundvallaratriði og eig- inleiki að æfast a. m. k. tvisvar á viku. Ein æfing á viku getur ef til vill verið nóg til að viðhalda vissum eiginleikum í því ástandi, sem þeir eru þá stundina. Eldri íþróttamenn, sem náð hafa ágætis árangri í íþrótt sinni, eiga auðveldara með að viðhalda getu sinni, og þeir eru fljótir að vinna upp það, sem kann að hafa orðið útundan af einhverjum orsök- um í æfingum þeirra. Unglingar mega því ekki apa eftir æfingaprógrömmum þeirra beztu. í þau má alltaf búast við að vanti einhver atriði, sem eru mikilvæg fyrir unglingana í uppbyggingu þeirra eða þá að meistar- inn vanrækir ýmis þau atriði, sem ungl- ingnum eru nauðsynleg, ef æfingin á að koma honum að fullum notum. Sameiginlegar æfingar inni og úti inn- an félagsins þarf að skipuleggja. Að vetr- arlagi þurfa æfingamar að vera 3—4 í viku sameiginlegar og af þeim ættu minnst tvær að vera innanhúss. Æfing- arnar geta verið sameiginlegar fyrir fleiri 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.