Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 4

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 4
Styðjið UMFÍ Hér fara á eftir tvær af samþykktum sambandsþings UMFÍ varðandi fjármál: I. 28. sambandsþing UMFÍ, haldið í Haukadal ályktar að stóraukin starf- semi frjálsrar félagshreyfingar vítt um land sé tryggasti grundvöllur fyrir lífs- hamingju fólksins og þannig verði stuðl- að að jafnvægi í byggð landsins. Skorar þingið því á fjárveitingavaldið að gefa þessari starfsemi nánari gaum og grund- valla slíka starfsemi með auknum fjár- veitingum. Þingið skorar á Alþingi að auka þegar á næsta ári verulega fjár- veitingar til UMFÍ og minnir á þá stað- reynd að á fjárlögum hefur UMFÍ engan styik til íþróttastarfsemi sinnar. II. 28. sambandsþing UMFÍ samþykkir að þakka Alþingi þá fjárveitingu í fjárlögum 1973, sem veitt var íþróttasjóði til þess að greiða ógreidd framlög sjóðsins til þeirra, sem á undanförnum árum hafa reist íþróttamannvirki. í framhaldi af þessari lagfæringu fjárhags sjóðsins á- lyktar þingið að eigi hann að ná til- gangi sínum þá verði sjóðurinn að vera þess megnugur að geta hafið þegar árið 1974 greiðslur samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þeirra, sem búa við hálfgerð mannvirki eða eru að hefja framkvæmd- ir. FORSÍÐUMYNDIN er að þessu sinni ekki alveg ný. En hún sýnir körfuknattleiksmenn Umf. Skalla- gríms í 1. deildar-baráttunni í fyrra sem þeir að vísu töpuðu, En nú eru þeir aft- ur komnir í 1. deild. Borgnesingar í 1. deild Ungmennafélagið Skallagrímur i Borg- arnesi vann sigur i keppni 2. deildar í körfuknattleik í ár, og leikur þvi aftur í 1. deild eftir aðeins eins árs dvöl í 2. deild. Borgnesingarnir unnu íþróttafélag MA i úrslitaleik með 64:59 i tvísýnum og skemmtilegum leik, en Borgnesingarnir voru því greinilega sterkari aðilinn. Við óskum UMFS til hamingju með sigurinn og heilla i baráttunni næsta vet- ur. Hlutu starfsmerki Þessir tveir húnvetnsku ungmennafélagar voru sæmdir starfsmcrki UMFÍ á héraðsþingi USAH í vor. Þeir eru Ottó Finnsson (t. v.) og Stefán Á Jónsson. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.