Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 12

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 12
Nýjung í æskulýðsstarfi: VOR í DAL Útiskemmtun í Þjórsárdal um verzlunarmannahelgina Um Hvítasunnuna 8.-11. júní gegust Ungmennafélag Islands ásamt Héraðs- sambandinu Skarphéðni og Ungmenna- sambandi Kjalarnesþings fyrir samkomu í Þjórsárdal samkvæmt beiðni Æskulýðs- ráðs ríkisins. Var hér um að ræða einn framkvæmdalið af tillögum Æ. R. R. til að fyrirbyggja óæskilegar samkomur ungs Hestaleiga var starfrækt á útiskemmtuninni í Þjórsárdal. Þessar tvær blómarósir munu vera að leggja af stað í útreiðatúr. fólks um þessa helgi, en undanfarin ár hefur viljað brenna við að ungmenni ferðuðust út á landsbyggðina og efndu til óskipulagðs samkomuhalds með mis- jöfnum málslokum. Þannig hefur oft skapast óbætanleg tjón bæði á líkama og sálu fólks eða á fósturjörðinni sjálfri. „Vor í Dal“ átti að mæta þörf ung- menna til útrásar skemmtanafýsnar sinn- ar og forða um leið viðkvæmum lands- svæðum frá óþarfa átroðningi. Undirbúningstími var tæpur mánuður og varð því að vinna vel og skipulega ef takast átti að ljúka öllum atriðum á til- settum tíma. Skipuð var þriggja manna framkvæmdanefnd þeirra sem að sam- komunni stóðu. Nefndina skipuðu þeir Sigurður Geirdal UMFÍ, Jóhannes Sig- mundsson HSK, og Guðmundur Gísla- son UMSK. Ráðnir voru síðan starfs- menn þeir Hafsteinn Þorvaldsson og Pét- ur Einarsson. Unnu þeir sleitulaust að undirbúningi og framkvæmd þar til allt var um garð gengið. „Vor í Dal“ hófst seinni hluta föstu- 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.