Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1973, Side 16

Skinfaxi - 01.06.1973, Side 16
Dönsk íþróttaheimsókn til UMFÍ Dagana 11. til 20. julí í sumar dvaldi hér á landi fjölmennt lið frjálsíþróttafólks, frá Aarhus Amts Gymnastikforening eða AAG eins og það er skammstafað, en AAG er eitt af aðildarsamböndum DDGU, landssambands danskra ung- mennafélaga, sem UMFÍ hefur átt mikil og góð samskipti við. Heimsókn þessi átti sér alllangan aðdraganda, en hún kom fyrst til ta!s þegar UMFÍ fór með frjálsíþróttafólk á landsmót DDGU í Holstebro sumarið 1971. Þar hlaut UMFÍ liðið fJest stig í frjálsum íþróttum, sem kunnugt er, en liðið sem varð í öðru sæti Knud Schöler fararstjóri danska hópsins (í miðju) ásamt Hafsteini Þor- valdssyni og Si§urði Geirdai. var einmitt lið AAG. Létu þá forráða- menn AAG strax í Ijós áhuga á íslands- ferð, en síðan var beðið eftir hentugu tækifæri og málið undirbúið með bréfa- skrifum og viðtölum þar til ákvörðun var tekin snemma á síðasta vetri. Hópur dananna samanstóð af 15 döm- um 15 herrum auk fararstjóranna sem voru ásamt fylgdarliði 8 talsins. Allmikil undirbúningsvinna fór fram af hálfu UMFI fvrir komu dananna en ferð þeirra var skipulögð á ódýran hátt og með líku sniði og ferð fimleikaflokksins sem kom til UMFÍ sumarið 1972. Það sem gerir UMFÍ kleift að taka á móti slíkum hóp- um, er í fyrsta lagi drengilegur stuðn- ingur þeirra aðlidarfélaga og sambanda UMFI sem til er leitað með fyrirgreiðslu, og í öðru lagi hversu danirnir hafa reynst einstaklega góðir félagar og jafnan ver- ið létt að gara þeim til hæfis. í þeim línum sem hér fara á eftir mun ég reyna að segja ferðasögu íþróttafólks- ins á Islandi í sem styttstu máli. Hópur- inn kom til Keflavíkur miðvikudaginn 11. júlí skömmu fyrir miðnætti, en til mót- töku á flugvellinum voru fonnaður, fram- kvæmdarstjóri og gjaldkeri UMFÍ ásamt forystumönnum Umf. Njarðvíkur og Umf. Keflavíkur. UMFN og UMFK 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.