Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.06.1973, Blaðsíða 20
Blómlegt íþróttastarf í Eiðaskóla Íþróttalíf stendur með miklum blóma í Eiðaskóla, og raunar allt félagslíf. í skólanum er starfandi Ungmennafélag, Umf. Eiðaskóla, og mun það vera eina ungmennafélagið sem er starfandi í hér- aðsskólum landsins. íþróttakennari á Eiðum er Hermann Níelsson. íþróttanefnd skólans sendi Skinfaxa nokkrar myndir af íþróttaflokk- um í ýmsum greinum sem kepptu fvrir hönd félagsins s. 1. vetur. Skinfaxi þakk- ar Eiðamönnum þessa góðu sendingu og við birtum hér nokkrar myndanna af hin- um fræknu íþróttaflokkum skólans. Lið Umf. Eiðaskóla í knattspymu lék tvo löglega leiki á vetrinum sem er ó- venjulítið. Þessir leikir voru báðir gegn 3. deildar liðum og vann Eiðaliðið þá báða; þann fyrri með 3:1 gegn Hetti á Egils- stöðum og þann síðari 5:0 en sá leikur var við Hugin á Seyðisfirði. Blaklið Umf. Eiðaskóla keppti fyrir hönd UIA á Islandsmótinu á Akureyri. Þar keppti það við lið UMSE og lið Menntaskólans á Akureyri og tapaði báð- um leikjunum. Blak er alveg ný íþrótt austanlands, en ferðin á íslandsmótið á Akureyri ætti að geta orðið byrjun á frek- Þetta er unglingalið Umf. Eiðaskóla í körfuknattleik. Uessir piltar urðu Austur- landsmeistarar á sl. vetri og töpuðu aldrei leik. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.