Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 27

Skinfaxi - 01.06.1973, Page 27
nefndum svo og einstökum fulltrúum samþykktar á þinginu. í stjórn HSS fyrir næsta ár voru kosn- ir: Ingimar Elíasson, Framnesi, formað- ur; Þorbjörn Bjarnason, Lyngholti, vara- formaður; Pálmi Sigurðsson, Klúku, rit- ari; Bragi Guðmundsson, Heydalsá, gjal- keri og Gunnlaugur Bjarnason, Hólma- yik, meðstjórnandi. Fjórar nefndir starfa á vegum sam- bandsins: Fjáröflunarnefnd, frjálsí- þróttanefnd, sundnefnd og knattspyrnu- hefnd. Aðildarfélögin tilnefna fulltrúa í hefndirnar. Ársþing USAH Fimmtugasta og sjötta ársþing Ung- hiennasambands Austur-Húnvetninga var haldið i félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd laugardaginn 5. maí síðast- hðinn. Til þingsins komu fulltrúar frá átta aðildarfélögum sambandsins. í skýrslu stjórnar kom fram, að fjár- hagur sambandsins var góður á árinu og var það aðallega að þakka góðri aðsókn að Húnavöku og spilakeppni sambands- ins. Gestir þingsins voru þeir Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ og Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri UMSK. Greindu þeir þingfulltrúum frá ýmsum málum varðandi ungmennafé- lagshreyfinguna. Á þinginu var samþykkt tillaga þess efnis að ráða framkvæmdastjóra i „hálft starf“ til sambandsins. Stefán Á. Jónsson og Ottó Finnsson voru sæmdir starfsmerki UMFÍ, og einnig var Ottó gerður að heiðursfélaga Ung- mennasamndas Austur-Húnvetninga fyr- ir vel unnin störf i þágu ungmennafélags- hreyfingarinnar. Lárus Guðmundsson var kjörinn í- þróttamaður ársins, en það er í fyrsta sinn, sem það er gert hjá sambandinu. Úr stjórn áttu að ganga Jóhann Guð- mundsson og Ottó Finnsson. Var Jóhann endurkjörinn, en Ottó gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stað hans var kjör- inn Skarphéðinn Einarsson. Þulltrúar á héraðsþingi USAH á Skagaströnd. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.