Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 6

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 6
manna og kvenna í landinu, og kunna að meta það starf er þar er unnið. Mikilvægt er að þessi fjárframlög fylgi í framtíðinni verðlagsþróuninni í landinu, svo uppbygging og framþróun þessara mála geti haldið áfram að þróast eðlilega. Leiðinlegt atvik kom fyrir að mínum dómi á alþingi í vetur, er þessi mál voru til umræðu. Ellert Schram mælti þar fyr- ir auknu framlagi til ÍSÍ. Vildi þingmað- urinn láta liggja að því að það væri póli- tísk hlutdrægni að framlag til UMFÍ var hækkað á fjárlögum og orsök þess væri sú að þar væru framsóknarmenn í stjóm, og talaði um, „að ekki væri sama hver í hlut á“. Stjórn UMFÍ hefur á undan- förnum árum reynt að styrkja og efla fjárhag hreyfingarinnar af fremsta megni, og hefur í því augnamiði leitað eftir stuðningi og fyrirgreiðslu úr ýmsum átt- um. Það hafa jafnan verið óskráð lög okkar að reyna ekki að gera tortryggi- leg framlög til ÍSÍ í því augnamiði að fá hærra framlag sjálfir, því að við höfum litið þannig á, að öll framlög til ÍSÍ væru óbeint framlag til UMFÍ og gagnkvæmt, því bæði samböndin ynnu það mikið að sameiginlegum markmiðum. Þessi að- dróttun var því í fremsta máta ósmekk- leg og ekki íþróttamannsleg. Ef meta ætti framlag til UMFÍ og ÍSI með þeim pólitískum gleraugum, sem þingmaður- inn setti upp í fyrrnefndri ræðu gæti komið skýring á þvi, hvers vegna UMFI var ekki tekið með, þegar ÍSÍ fékk s.kl. sígarettupeninga á móti Slysavarnafélagi íslands 1964. Fengu þessi tvö félagssam- tök þetta framlag af hverjum sígarettu- pakka af því að þar voru sjálfstæðismenn í stjórn? Þessi spurning vaknar ósjálfrátt. Eg lít ekki á þetta mál með sömu póli- tískum gleraugum og þingmaðurinn og ég ætla að stjórn ÍSÍ sé lítil þökk í þess- ari túlkun. Ég tel að núverandi fjármála- yfirvöld hafi sýnt fyllstu óhlutdrægni í þessu máli, þó hlutur UMFÍ sé enn óbreyttur vegna fyrri mistaka með síga- rettu-peningana. Aukið fjárframlga til íþróttasjóðs mun hraða uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í öllum byggðarlögum. Til þessa hefur það oft tekið ára- tugi að reisa íþrótta- mannvirki. Myndin er af íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og sé't þar sundlaugin og hluti grasvallanna. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.