Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 8

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 8
Landsmót UMFÍ á Akranesi 1975 Þegar við í dag birtum fyrstu grein frá landsmótsnefnd í Skinfaxa varðandi landsmót UMFÍ 1975, þykir rétt að stikla á stóru um, hvað hefur gerst fram til þessa. Það var á ársþingi UMFI á Þing- völlum árið 1967 að Vilhjálmur Einars- son formaður UMSB bar fram þá ósk Borgfirðinga að fá að halda landsmót UMFI 1974. Fleiri sambönd voru um boðið og virðist nú orðið nokkur áhugi fyrir að sjá um framkvæmd þessara móta. Um alllangan tíma lá þetta mál svo á milli hluta. Borgfirðingar voru með ýms- ar vangaveltur um mótsstað, rætt var um Varmaland og Húsafell, bæði saman og sitt í hvoru lagi, og fleiri staðir voru nefndir i tengslum við móti. Inn í um- ræður blandaðist svo Akraneskaupstaður af og til. Á fundi þann 10.11. 1970 var frá því gengið af hálfu stjórnar UMFÍ, að Borg- firðingar skyldu sjá um framkvæmd landsmótsins. Á stjórnarfundi þann 17. nóv. 1972 á- kvað svo stjórn UMFÍ að með tilliti til 1100 ára afmælis íslandsbyggðar, væri eðlilegt að fresta landsmóti til ársins 1975. Þá var það á ársþingi UMSB, sem (hald- ið var 10. 4. 1973, að þeir Garðar Óskars- son og Ólafur Þórðarson, stjórnarmenn í Umf. Skipaskaga á Akranesi, heimsóttu þingið. Fluttu þeir þar boð til UMSB um samvinnu við mótshaldið. Sýndist sitt hverjum um þetta mál og viljum við ekki orðlengja þetta frekar en eftir allmarga fundi með fjölda aðila var samkomulag við Akranes fonnlega undirritað af for- mönnum UMSB, UMFÍ, Skipaskaga og bæjarstjóra Akraneskaupstaðar. Samn- ingurinn var birtur í 3. hefti Skinfaxa 1973. Segja má að það hafi ekki verið fyrr en á ársþingi UMSB, Kleppjárnsreykjum, 3. febr. 1974, að endanlega var gengið frá skipun landsmótsnefndar. Hana skipa: Frá UMSB: Sigurður R. Guðmundsson, Leirárskóla, formaður; Sigmundur Her- mundsson, Andakílsárvirkjun, ritari; Bjarni Sigurðsson, Borgarn., meðstj. Frá Umf. Skipaskaga: Garðar Óskarsson, Akranesi, varaform.; Ólafur Þórðarson, Akranesi, gjaldkeri. Frá UMFÍ: Pálmi Gíslason, Rvk., með- stjórnandi; Sigurður Geirdal, Kópavogi, meðstjórnandi. Varamenn UMSB: Anton Ottesen, Ytra- 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.