Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1974, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.04.1974, Qupperneq 19
Námskeið á vegum Breskt bringrusundsfólk lætur nú æ meira að Eér kveða, og hæst ber þar heimsmethafann og heimsmeistarann í 200 m bringusundi karla, David Wilkie. sundinu, og á ástralska meistaramótinu náði hún 53,97 sek. Sonja Gray er aðeins 14 ára gömul, 1,65 m. á hæð og 52 kg. 1 200 m. skriðsundi hefur hún náð tím- anum 2.04,27 mín., en það er næstbesti tími sem nokkur stúlka hefur náð á þeirri vegalengd. Shane Gould, sem nú stefnir að því að verða sjónvarpsfréttaskýrandi, spáir Sonju glæsilegri framtíð á millivega- lengdum. Shane Gould á nú aðeins eitt heimsmet eftir, en það er einmitt í 200 m. skriðsundi — 2.03,56 mín., og hún spáir því að Sonja Gray verði sú sem hnekki því meti þegar á þessu ári. Sundsérfræðingar spá því að mikið af nýju sundfólki muni láta til sín taka á þessu ári. En það er ekki aðeins á Bret- landi og í Ástralíu þar sem keppst er við að fylgja hinni öru þróun í sundíþrótt- inni. í flestum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum er kappsamlega æft. Ný- sjálendingar og Kanadabúar eru líka sagðir eiga góð tromp á hendinni, og allt bendir til þess að keppnistímabil sumars- ins verði óvenjulega spennandi. UMFÍ 1974 í vor og sumar er ákveðið að efna til þriggja námskeiða á vegum UMFI i samstarfi við íþróttaskóla Sigurðar R. Guðmundssonar að Leirárskóla í Borgar- firði. Dagana 4. til 6. júní verður efnt til námskeiða fyrir framkvæmdastjóra aðild- arsambanda UMFÍ og fyrir stjórnendur ungmennabúða. Á námskeiði fyrir framkvæmdastjóra verður sérstaklega farið yfir helstu liði í daglegri stjórn sambanda og félaga. Einnig verður lögð áhersla á að menn geti miðlað hver öðrum af reynslu sinni. Námskeið fyrir stjómendur ungmenna- búða verður með svipuðu sniði og fyrra námskeið fyrir stjórnendur ungmenna- búða, þ. e. farið verður yfir helstu liði varðandi undirbúning og framkvæmd slíkra búða. 25. til 29. ágúst verður haldið námskeið fyrir leiðbeinendur í þjóðdönsum. Verður miðað að því að þátttakendur geti að námskeiði loknu gengist fyrir æfingum jrjóðdansaflokka hver í sinni heimabyggð, jafnvel með þátttöku í Landsmóti UMFÍ á Akranesi í huga. Framkvæmd þessara námskeiða er að sjálfsögðu háð lágmarks þátttöku. Þess vegna er æskilegt að þeir sem ætla sér að sækja þau tilkynni þátttöku strax. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.