Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1974, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.04.1974, Qupperneq 22
Það er verðugt við- fangsefni fyrir héraðs- samböndin að stuðla að auknum íþróttaverkefn- um fyrir skólaæskuna. Um það fjallar Halldór Sigurðsson íþróttakenn- ari í þessari grein. Myndin sýnir skóla- krakka í boðhlaups- keppni. lega mikið gagn af þessháttar mótum og ferðalögum, sem þeim fylgja, og það atriði er vissulega þess vert að gaumur sé gefinn að því. Þessir unglingar eru þeir sem Ungmennasambandið bvggir sína framtíð á og því ekki seinna vænna að fylgjast með þeim og leiða þá réttan veg strax og seinni bekkjum barnaskól- ans er náð. En til þess að slík mót séu framkvæm- anleg þarf að vera aðstaða fyrir hendi og ætla ég að minnast á það atriði lítillega. Til að geta tekið á móti skóla í keppni, þó ekki sé í mörgum íþróttagreinum, þá er fyrsta skilyrði að hafa íþróttaaðstöðu. í mínum skóla er t. d. enginn salur né knattspyrnuvöllur og sjá það allir hve illa við stöndum. Við ætlum að taka á móti skóla í keppni. Við höfum að vísu mjög góða sundlaug, eina jyá bestu á sambandssvæðinu og þar ætti að vera hægt að keppa yfir vetrarmánuðina í skaplegu veðri. Þetta aðstöðuleysi sem hrjáir flesta skóla hér á sambandssvæð- inu, verður að sjálfsögðu að bæta sem allra fyrst og verður Ungmennasam- bandið að leggja fram sinn baráttuhug og vilja í jrví mikla máli. Aðstaðan er ])ó misjöfn á svæðinu og langar mig að minnast á eitt atriði í jwí sambandi, sem gerðist á innanhússmóti, sem haldið var á Dalvík í því ágæta íþróttahúsi sem þar er. Þar mætti ég með nokkra krakka til keppni, og ein af stúlk- unum vann þar hástökk telpna, joó hún væri töluvert frá sínum besta árangri. Á meðan hástökkið stóð vfir, sagði hún við mig, að sér þætti svo vont að stökkva hér, gólfið væri svo hált og alltof vítt milli veggja og hátt til lofts, en aðstaðan sem 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.