Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1974, Síða 29

Skinfaxi - 01.04.1974, Síða 29
rnagni af áburði og fræi dreift. íbróttir voru mikið stundaðar á sambandssvæð- inu og verður nú getið þess helzta: íþróttafólk HSÞ tók þátt í 154 mótum og vo:u þátttakendur í þeim 1656, og skiptist það þannig milli íþróttagreina: Frjálsar íþróttir 27 mót 357 kepp Glíma 7 — 26 — Blak 2 — 36 — Handknattleikur 38 — 380 — Knattspyrna 64 — 704 — Badminton 3 — 28 — Skíði 9 — 80 — Sund 4 — 45 — Prjálsíþróttafólk HSÞ keppti á mörgum mótum utan héraðs og sigraði m. a. í Noiðuriandsmeistaramóti með 212,5 stig- um, bikarkeppni FRÍ II. deild með 107,5 st. Haldið var héraðsmót í knattspyrnu fyrir eldri og yngri flokka, ennfremur bik- arkeppni fyrir þá yngri. Völsungur og Magni tóku þátt í íslandsmótunum í knattspymu. Glímumenn HSÞ tóku þátt í öllum stærri glimumótum, m. a. ís- landsglímunni, Sveitaglímu GLÍ, Bikar- glímu GLÍ í báðum flokkum, Norður- landsglímunni og fleiri. Skíðaíþróttin er aðallega stunduð á Húsavík og tóku þeir bátt i mörgum mótum, m. a. Skiðalands- uióti íslands, Unglingaskíðamóti íslands, Þar sem Völsungur fékk 1 íslandsmeist- ara í svigi 15—16 ára, Böðvar Bjarnason, auk þess í mörgum fleiri mótum. Sund- meistaramót Norðurlands var haldið á Húsavík og var þátttaka mjög mikil. Blak er hér vaxandi íþróttagrein, og var hald- i3 hér héraðsmót í þvi í fyrsta sinn, auk. Þess sem lið frá HSÞ tók þátt í íslands- ^hótinu. Handknattleikur er hvergi stund- 3-ður nema á Húsavik, en þar er mikill ahugi fyrir honum. Völsungur varð ís- iandsmeistari í handknattleik í III. deild. Badminton er stundað hér á nokkrum stöðurn og fer áhugi vaxandi. Arngrímur Geirsson gjaldkeri HSÞ iagði fram reikninga sambandsins. Niður- l. 002.665,00. Helztu tekjuliðir voru þessir: Skattar og styrkir 455.761,00, íþróttamót og samkomur 142.328,00 og aðrar tekjur 341.000,00. Helztu gjaldaliðir voru þessir: Kennslukostnaður 272.420,00, ferðakostn- aður íþióttamanna 188.127,00, stjórnar- kostnaður 322.602,00. íþróttamót og sam- komur 102.442,00 og önnur gjöld 91.649,00. Rekstrarhalli varð kr. 63.415,00. Eignir sambandsins voru 424.185,00. Verður nú getið nokkuira tillagna sem samþykktar voru á þinginu: Þingið beinir þeirri áskorun til sveitar- stjórna að þær láti raunverulegt ve-ð- gildi framlags síns til sambandsins hald- ast með þvi að miða framlag sitt í ár við 75,00 kr. á hvern íbúa. Þingið beinir því til stjórnar sambands- ins að hefja nú þegar undirbúning að útgáfu á segulbandsspólum með alþing- eysku efni. Þingið beinir því til stjórnarinnar að kanna hvort rétt sé að koma á Þingey- ingahátíð og þá sem árlegum viðburði. Þingið fagnar því, að í vetur var haldið héraðsmót í skíðagöngu og beinir því til skíðaráðs, að áframhald verði þar á. Samþykkt var breyting á lögum HSÞ og var hún í þá átt að fjölga i stjórn HSÞ úr 5 í 7 menn. 31. október 1974 verður HSÞ 60 ára. Afmælisins verður rninnst á margan hátt, m. a. með afmælismótum og afmælis- hátíð á afmælisdaginn. Úr stjórn HSÞ áttu að ganga Arngrím- ur Geirsson og Indriði Ketilsson, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Stjórn Héraðssambands Suður-Þing- eyinga skipa nú: Óskar Ágústsson, Laug- um, formaður, Vilhjálmur Pálsson Húsa- vík, varaformaður, Sigurður Jónsson Yztafelli, ritari, Arngrímur Geirsson Skútustöðum, gj aldkeri og meðstjórnend- ur Jón Illugason Reynihlíð, Völundur Hermóðsson, Álftanesi og Jónas Sigurðs- son, Lundarbrekku. sKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.