Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 30

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 30
52. héraðs- þing HSK 52. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið í Aratungu 23. og 24. febrúar s.l. Þingið sátu um 50 full- trúar frá 21 félagi. Meðal gesta þingsins voru: Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, Guðmund- ur Gíslason úr framkvæmdastjórn UMFÍ, Sigurður Geirdal frkvstj. UMFÍ, Sveinn Björnsson, varaform. ÍSÍ, Sigurður Magn- ússon, útbreiðslustjóri ÍSÍ og Sr. Heimir Steinsson, skólastjóri lýðháskólans í Skálholti. Fyrri daginn var þinghaldið með hefð- bundnum hætti nema hvað þingfulltrú um var skipt í 4 umræðuhópa sem ræddu skýrslu stjórnar og nefnda s.l. starfsár. Um kvöldið hafði Umf. Biskupstungna kvöldvöku með blönduðu efni. Fyrst fór fram verðlaunaafhending á vegum HSK. íþróttamaður HSK 1973 var valinn Þráinn Hafsteinsson, Umf. Selfoss. Elín- borg Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta afrek kvenna í sundi, gefandi Bif- reiðastöð Selfoss. Þórður Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir besta afrek karla í sundi, gefandi Verslun Helga Björgvins- sonar, Selfossi. Guðrún Ágústsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta afrek kvenna í frjáls- um íþróttum, gefandi HSK. Sigurður Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta afrek karla í frjálsum íþróttum, gefandi HSK. Þau eru öll frá Umf. Selfoss. Hreinn Erlendsson sýndi kvikmynd frá síðustu Ólympíuleikum og Jón Sigurðsson sýndi litskuggamyndir frá Biskups- tungnaafrétti o. fl. Að lokum sýndu heimamenn stuttan leikþátt við góðar undirtektir áhorfenda. Seinni daginn störfuðu þingnefndir fyrir hádegi. Stjórn sambandsins var öll endurkjör- in, Jóhannes Sigmundsson, formaður, Hjörtur Jóhannsson ritari, Kristján Gíslason gjaldkeri, Björn Sigurðsson og Baldur Björnsson meðstjórnendur. Félagsmálafræðsla í vetur hefur Héraðssambandið Skarp- héðinn beitt sér verulega fyrir félags- málafræðslu á sambandssvæðinu. Er þar um að ræða Félagsmálaskóla UMFÍ. — Námsefnið er félagsmálamappa I frá Æskulýðsráði ríkisins. Námstími er um 20 klst. að jafnaði. Nú er lokið 5 námskeiðum: 1) Námskeið hjá Umf. Selfoss 31. okt. til 12. des. Þátttakendur 24. 2) Hjá Umf. Samhygð 3. nóv. til 15. des. Þátttakendur 20. 3) í Laugalandsskóla í Holtum 11. jan til 1. febr. Námskeiðið var fyrir tvo efstu bekki skólans og voru þátttakendur 26. 4) Hjá Umf. Biskupstungna 21. jan. til 18. febr. Þátttakendur 20. 5) Umf. Eyrarbakka gekkst fyrir mál- fundanámskeiði i félagi við Verkal.fél. Báruna. Þátttakendur 14. Stjórnendur voru Ársæll Þórðarson og Magnús K. Hannesson. Þegar þetta er ritað standa yfir þrjú námskeið: Hjá Umf. Hveragerðis og Ölf- uss, hjá mf. Trausta, hjá Umf. Eyfell- ingi og í Lýðháskólanum i Skálholti. Kennarar á námskeiðunum hafa verið Guðmundur Guðmundsson, Sigurfinnur Sigurðsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Jó- hannes Sigmundsson og Sigvaldi Ingi- mundarson. Mikil eftirspurn er eftir námskeiðum félagsmálaskólans og virðast ungmenna- félagar og skólafólk á sambandssvæði HSK kunna vel að meta þessa þjónustu. GG 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.