Skinfaxi - 01.08.1978, Page 15
Setningar
ávarp
formanns UMFÍ
Herra forseti íslands, virðulega forseta-
frú, hæstvirtur menntamálaráðherra og
frú, heiðursgestur séra Eiríkur J. Eiríksson
og frú, ágætu mótsgestir, keppendur og
starfsmenn.
Fyrir hönd Ungmennafélags íslands,
landsmótsnefndar og framkvæmdaaðila
16. landsrnóts UMFÍ — Héraðssambands-
ins Skarphéðins, býð ég ykkur öll velkomin
til Selfoss.
Á sl. ári varð UMFÍ 70 ára. 16. lands-
mótið sem hér er að hefjast er þvi eins
konar afmælismót, þótt ekki beri það upp á
afmælisárið.
Ungmennafélagshreyfingin á íslandi
stendur nú á merkum tímamótum í marg-
víslegum skilningi.
Forráðamönnum hreyfingarinnar hefur
lengi verið það ljóst, að hún á sterkar rætur
i íslenzku þjóðlífi, hefur verulegu uppeldis-
legu og menningarlegu hlutverki að gegna,
og er vissulega voldug og sterk.
Eftir víðtækt útbreiðslustarf UMFÍ
undanfarin ár þar sem höfuðáherzla hefur
veirð lögð á innri uppbyggingu, og að skapa
sem bezt tengsl og kynni milli höfuðstöðv-
anna og hins almenna félaga, samfara stór-
aukinni fræðslustarfsemi, er nú uppskeru-
timinn hafinn.
Félagakeðjan er nú óslitin kringum allt
land, ný félög hafa verið stofnuð og skipu-
lagsmálin eru stöðugt undir smásjánni.
Á 30. Sambandsþingi og 70 ára afmælis-
hátíð samtakanna sl. haust, ákvað félags-
forystan einum rómi að nú skyldu heildar-
samtökin UMFÍ uppskera af þessum
ódáins akri íslenzkra ungmennafélaga, og
eignast eigið þak yfir höfuðstöðvar samtak-
anna i Reykjavík. Og félagarnir létu ekki
sitja við orðin tóm eða stuðningsmenn sam-
takanna, þvi fyrr í þessum mánuði flutti
UMFÍ þjónustumiðstöð Samtakanna í
eigin húsnæði, 150 ferm hæð í nýju húsi að
Mjölnisholti 14 í Reykjavík. Á þessu hefur
sannast samtakamáttur hreyfingarinnar,
sem telur nú yfir 20 þúsund félagsmenn.
16. landsmót UMFÍ, — það sem hér er
að hefjast — mun sýna alþjóð styrk ung-
mennafélagshreyfingarinnar, félagslegan
og íþróttalegan. Aldrei fyrr í sögu lands-
mótanna hefur íþróttafólk okkar lagt jafn
mikla alúð og rækt við að undirbúa sig fyrir
þá hörðu keppni sem hér verður háð í öll-
um greinum íþrótta. Aldrei hefur félgsfor-
ystan á hverjum stað lagt jafn mikið að sér
á öllum sviðum við undirbúninginn, og
aldrei hefur landsmót UMFÍ verið haldið
við jafn glæsilegar aðstæður og nú.
Ungmennafélagshreyfingin stendur í
mikilli þakkarskuld við þá aðila sem á ell-
eftu stund tóku að sér framkvæmd þessa
móts, eftir að sýnt var að UMSE gat ekki
að þessu sinni haldið mótið.
Þá vil ég hrærðum huga og stoltur í senn
þakka sveitingum mínum sem gerðu það
kleift að HSK gat með svo stuttum fyrir-
vara tekið mótið að sér. Mér er til efs að
margir staðir á íslandi hefðu náð samstöðu
um að gera það, sem hér hefur gerzt á svo
skömmum tíma, — verklegri þátturinn er
SKINFAXI
15