Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 7
Hið árlega Víðavangshlaup íslands fór fram á Miklatúni í Reykjavik 18. mars síðastliðinn. Úrslit urðu nokkuð sérstæð að þessu sinni því ungmennafélagar urðu sigurvegarar í öllum flokkum hlaupsins, 7 að tölu. Ágúst Þorsteinsson UMSB og Thelma Björnsdóttir sýndu og sönnuðu að sigur- ganga þeirra í víðavangshlaupum vetrar- ins var engin tilviljun og sigruðu í karla og kvennaflokki. Jóhann Sveinsson UBK sigraði örugglega í drengjaflokki og Bjarni Ingibergsson UMSB varð óvænt annar. í piltaflokki var hörkukeppni milli Erlendar Sturlusonar UMFA og Ólafs Péturssonar UBK þar sem Erlendur hafði betur. Hrönn Guðmundsdóttir UBK og Guðrún Karlsdóttir UBK háðu einvígi um sigur i telpnaflokki sem lauk með sigri Guðrúnar. Jón B. Guðmundsson HSK hafði yfirburði í strákaílokki og sigraði eftir að hafa haft forystu alla leið. Þá kepptu Eyja Sigurjónsdóttir UBK og Rannveig Ámadóttir HSK um sigursætið í stelpnaflokki og hafði Eyja betur. Af um 200 þátttakendum var tæpur helmingur úr ungmennafélögum. Sérlega glæsileg þátttaka var frá Breiðabliki í Kópavogi sem áttu 59 þátttakendur. Afturelding í Mosfellssveit var með 22 þátttakendur og er greinilegur uppgangur í frjálsíþróttalífinu þar. HSK átti 8 þátt- takendur sem er líklega minnsta þátttaka frá þeim í mörg ár og sama má segja um UMSB sem aðeins var með þrjá þátttak- endur. Við nánari athugun á úrslitum hlaups- ins kemur í ljós að ungmennafélagar vinna ekki aðeins til fyrstu verðlauna heldur ná þeir í flestum tilfellum í silfur og bronsverðlaun líka. Þá sigraði UBK í sveitakeppni í hinum ýmsu flokkum og hlaut samtals 13 verðlaunabikara af 22 sem veittir voru. Félagar úr UBK unnu til 10 verðlaunapeninga, HSK til fjögurra, UMFA til tveggja, UMSB til tveggja. Þrír verðlaunapeningar skiptust á milli ÍR, FH og Ármanns. Af þessari upptalningu sést að hlutur ungmennafélaga var mjög glæsilegur. Skinfaxi skorar á ungmennafélaga um land allt að láta þetta verða sér að leiðar- ljósi i keppnum hvarvetna á næsta sumri. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.