Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 20
Vinningshafi —áskrifendahappdrættis- Allmargir brugðu við þegar síðasta blað Skinfaxa barst þeim í hendur, og náðu í nýja áskrifendur í hvelli. Alls höfðu borist söfnunarseðlar frá 6 áskrif- endum með nöfnum 39 nýrra áskrifenda þegar 1. söfnunarskeiðið lauk þann 31. mars sl. Á þriðjudegi 3. apríl kom framkvæmdastjórn UMFÍ saman til síns vikulega fundar, og hennar fyrsta verkefni var að draga út eitt númer er hinir nýju áskrifendur höfðu fengið jafnóðum og seðlar með nöfnum þeirra bárust skrifstofunni. Upp kom númer 20 en þeim áskrifanda hafði Umf. Selfoss safnað, það var því Umf. Selfoss sem hlaut vinninginn, sem að þessu sinni var Crown útvarpskassettutæki. Skinfaxi óskar félaginu til hamingju og þakkar um leið þeim sem þátt tóku í þessu fyrsta skeiði. En tækifærin eru fleiri og nú stendur yfir 11. söfnunar- skeiðið en því skeiði lýkur 31. maí. Þeir seðlar sem bárust skrifstofunni eftir 31. mars flytjast því sjálf- krafa yfir á þetta annað skeið. Áskrifendur nýir sem eldri, takið nú höndum saman við að útbreiða mál- gagnið. Vinningur í söfnunarskeiði II. verður klukkuútvarp að verðmæti kr. 37.500. Þriðja og síðasta söfnunarskeiðið í þessari afmælis-áskrif- endasöfnun hefst 1. júní og lýkur þvi 30. nóv., hver þá verður vinningur upplýsist síðar. Unemennafélagar — sameinumst! Rvðjum reyknum hurt úr samtökunum. Látið aðra virða rétt reyklausra. skinfaxL 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.