Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 23
Af útgáf ustarf i Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur sent frá sér 2 fréttabréf í febr. og mars. Umsjón með útgáfu þeirra hafa Haukur Ingibergsson, Helgi Bjamason og Ingibjörg Daníelsdóttir. í fyrra fréttabréfmu er sagt frá 57. sam- bandsþingi UMSB, rætt um afreksmann- inn Jón Driðriksson, boðhlaup umhverfis landið á vegum FRÍ og þátttöku UMSB í því, fjármál sambandsins eru reifuð og áform í þeim málum. Sagt er frá fyrirhug- uðu móti í borðtennis, væntanlegri út- komu mótaskrár. Rætt um félagsmála- námskeið og að síðustu hugsanlega ráðn- ingu framkvæmdastjóra fyrir sambandið. Af framantaldri upptalningu mætti ætla að hér væri um heilmikið rit að ræða en því fer fjarri, hér er aðeins um að ræða eina örk af stærðinni A-4 sem brotin er í tvennt og er lesmál þá á þremur síðum en aftan á er auglýsing frá Umf. Reykdæla á frumsýningu gamanleiksins Gift eða Skinfaxa hefur borist ársrit Umf. íslend- ings 1978, Nýr Ljósberi. Hefur blaðið komið út árlega síðustu 5 árin, en blað með þessu nafni kom fyrst út árið 1916 hjá íslendingi og var gefinn út einn ár- gangur þá og byrjað á öðrum. Tilgangurinn með riti þessu er ,,bæði að kynna starfsemi Umf. íslendings og rifja upp minningar eldri félaga”. Rit þetta er fjölritað í stærðinni A-4 rúmlega 40 blaðsíður. Það er snyrtilega upp sett og vel vandað til frágangs á því, myndskreytingu hefur Bjarni Guðmunds- son annast. í ritinu er greint frá starfi Umf. íslendings 1978 og kemur fram að það hafi verið mjög fjölþætt, m.a. má nefna leiksýn- ingu, íþróttir voru iðkaðar s.s. frjálsar, blak, hnit, borðtennis og sund. Þjóð- dansahópur æfði reglulega, haldnar voru ógift. Framtak þetta er virkilega lofsvert og vill Skinfaxi eindregið hvetja önnur sambönd til eftirbreytni. í síðara bréfinu er greint frá meistara- móti 14 ára og yngri í frjálsum íþróttum er fram fór 4. mars. Frá hraðmóti í innan- hussknattspyrnu á sl. hausti. Áformum um að halda hraðmót í körfuknattleik 25. mars í Borgarnesi. Frá skipulagsfundi FRÍ í Reykjavík vegna hringhlaupsins, þá er greint frá væntanlegum mótum í innan- hússknattspyrnu, innanhússmóti í hlaup- um og atrennustökkum 28. april í Borgar- nesi og fleiri frjálsiþróttamótum. Að síðustu er örstutt hugleiðing um mikil- vægi ungmennafélagsstarfs. Núverandi stjórn UMSB skipa: Kristófer Kristinsson Reykh., sambandsstjóri. Jón Gislason Lundi, varasambandsstjóri. Haukur Ingibergsson Bifröst, ritari. Helgi Bjamason, Borgaraesi, gjaldkeri. Ingibjörg Danielsdóttir Varmalandi, meðstjóra. ýmsar samkomur og þóttu þær takast vel. Ýmislegt fleira er i ritinu svo sem skýrslur frá nefndum félagsins, íþróttanefnd, skemmtinefnd og Jónsmessunefnd. Bóka- safn er starfrækt á vegum íslendings og er sagt frá gangi þess og fyrirhuguðum breytingum á starfrækslu þess. Af grein- um í ritinu má nefna að Sigurður Helgason minnist uppvaxtarára sinna og fyrstu keppni sinnar fyrir Umf. íslending. Úr bréfi frá gömlum félaga nefnist önnur grein eftir Bjarna Guðmundsson. Margar fleiri áhugaverðar greinar eru í ritinu en aftast í því er nokkuð sem til fyrirmyndar má te^ljast en það er félagaskrá Umf. íslendings. Hún upplýsir að 1/1 1979 eru 101 fullgildur félagi í íslendingi auk ævi- félaga og heiðursfélaga og 41 félaga barnadeildar félagsins Æskunnar. G.K. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.