Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 26
Þingfulltrúar að störfum. 26 stöðugt, en HSK heldur enn fast við þennan gamla sið, hversu lengi sem það verður nú, það er skoðun undirritaðs að þinghald megi að skaðlausu stytta í einn dag. Og það fer að verða tímabært að hugleiða hvort ekki sé timabært að huga að breytingum á hinu hefðbundna skipulagi, bæði til þess að gera það meira áhugavekjandi og svo að ná fram almennari virkni fulltrúa. Fjölmargar tillögur voru bornar undir atkvæði þingfulltrúa, flestar voru samþykktar en einstaka felld. Meðal tillagna sem samþykktar voru má nefna til- lögur um að HSK gengist fyrir rekstri sumarbúða á komandi sumri, að skipuð verði afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis HSK 1980, að út komi mótaskrá fyrir allt árið í apríl, að íþróttafólk keppi undir nafni síns eigins félags nema í stigakeppnum sambanda og að lokum má nefna tillögur um fjárhagsáætlun upp á tæplega 9 milljónir króna. Skinfaxi æddi um og reyndi að festa á filmu það sem á filmu er hægt að festa, á milli þess sem hann kýldi vömbina og tók þátt í störfum þingsins. Afrakstur þessarar filmu sést svo hér með. Ritstjóri Skinfaxa var kosinn matmaður þingsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.