Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 6
Frá Umf. Mána Sælir félagar! Langt er síðan tíðindi hafa borist hér að austan. Ýmislegt gerist þó í starfinu hér hjá okkur í Mána. 15. feb. síðastliðinn var haldinn aðalfundur félagsins. Var hann nokkuð vel sóttur (28) og virtist hugur í fundarmönnum. Á miðjum fundi var skipt í 2 starfsnefndir sem skiluðu svo áliti um helstu verkefni næsta starfsárs. Var þetta nýnæmi hjá okkur og gafst mjög vel. Fram komu nokkrar athyglis- verðar hugmyndir um starfíð. í lok fund- arins voru svo kosningar. Að lokum nokkur orð um félagsmerkið okkar. Höskuldur Björnsson listmálari, fæddur og uppalinn hér í Nesjum, teikn- aði merki félagsins fyrir 40 árum síðan. Einhverra hluta vegna þá glataðist þetta merki. í 3 síðustu ár höfum við leitað án árangurs. Svo var það fyrir nokkrum dögum að frumeintak af merkinu fannst. Birtist einum félagsmanninum í draumi og gat sá gengið að merkinu á þeim stað sem það birtist honum i draumnum. Óneitanlega ánægjuleg málalok það. — Bestu kveðjur. Stjórn Mána skipa nú: Sjöfn Sigfúsdóttir, Miöfelli furmaður. Ásmundur Gislason, Nesjaskóla rítari. Krístín Egilsdóttir, Bjamanesi gjaldkeri. Starf félagsins síðastliðið ár var nokkuð. Haldin var fjölskylduskemmtun, spilavistir voru 2, opið hús í samkomu- húsinu var einu sinni í viku fram í apríl en í haust var húsið ekki í notkun vegna endurbóta. Árlega höfum við áramóta- brennu og fara félagar úr Mána um sveit- ina og hreinsa spýtnabrak í kringum bæ- ina. Er af þessari starfsemi okkar talsverð landhreinsun. Jólakortasala, sala á happ- drættismiðum UMFÍ og fleira smálegt mætti einnig nefna. Á síðasta ári girtum við trjágarð í eigu félagsins. Var fyrst plantað í hann fyrir u.þ.b. 50—60 árum. Nýjasta í okkar starfi er svo danskennsla. Kennt er tvisvar í viku. Þátt taka tæplega 20 pör. ísakstur var fyrirhugaður en því miður hlánaði þegar keppnin átti að fara fram svo hætta varð við. F.h. Umf. Mána, Ásmundur Gíslason ritari. Sjónvarpskeppni FRÍ 1979 Austfirðingar, Vestfirðingar og börn af Vesturlandi vöktu mikla athygli fyrir góða frammistöðu í Sjónvarpskeppni FRÍ sem fram fór 31. mars. í stigakeppni milli kjördæma urðu úrslit þessi: 1. Reykjavík 2. Austurland 3. Vesturland 4. Vestfirðir 5. Norðurl. eystra 6. Suðurland 7. Reykjanes 8. Norðurland vestra 72.5 stig. 60 stig. 59 stig. 56 stig. 41 stig. 25 stig. 22.5 stig. 13 stig. Skinfaxi óskar þátttakendum til ham- ingju með árangurinn og hvetur þá til dáðd í framtíðinni. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.