Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 21
Umf. Hrunamanna hélt upp á afmæli sitt að Flúðum. Afmælishátíð þessi, sem var mjög fjölsótt hófst með kaffidrykkju. Margar ræður voru haldnar þar sem menn kepptust um að árna félaginu allra heilla í framtíðinni og þakka því mikil og góð störf á iiðnum árum. Skemmtiatriði voru, svo sem glímusýning, Hreppa- kór söng undir stjórn Sigurðar Ágústssonar, leik- þáttur og danssýning, að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Þá hafa ungmennafélagar í Hruna- mannahreppi sýnt leikritið Dansinn í Hruna í tilefni afmælisins. Núverandi formaður félagsins er Krist- mundur Sigurðsson. Umf. Hvöt í Grímsnesi Þegar kaffidrykkju var lokið hófust skemmti- atriði. Sýndur var leikþáttur, söngur og margt fleira. Meðal gjafa sem félaginu bárust var forkunnarfagur burðarfáni, sem hreppsnefnd Grímsneshrepps gaf félaginu, margar fleiri gjafir bárust ásamt árnaðar- óskum. Að lokum var stiginn dans þar sem Hljóm- sveit Stefáns P. lék af miklu fjöri. Núverandi for- maður félagsins er Guðmundur Guðmundsson, Ljósafossskóla. Umf. Biskupstungna Afmælisfagnaður Umf. Biskupstungna var hald- inn á sumardeginum fyrsta og hófst kl. 14. Margar ræður voru haldnar og mikið kaffi drukkið. við þetta bættust fjölmörg skemmtiatriði svo sem söngur og fleira. Um kvöldið var stiginn dans. Félagið æfir um þessar mundir leikritið íslands- klukkuna. Núverandi formaður félagsins er Sveinn Sæland, Espiflöt. Umf. Laugdæla hélt upp á afmæli sitt í Barnaskólanum á Laugar- vatni. Afmæii þetta var hefðbundin afmælisveisla ungmennafélagsins; ræður, söngur og fleira til skemmtunar auk þess var drukkið kaffi eins og hver gat í sig látið, og að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Núverandi formaður félagsins er Snæ- björn Jónsson, Austurey. Umf. Skeiðamanna í Brautarholti á Skeiðum var haldinn afmælis- fagnaður Umf. Skeiðamanna. Mjög fjölsótt var á samkomunni. Veislustjóri var hinn síungi Hermann Guðmundsson á Blesastöðum. Auk fjölda skemmti- atriða, sem fram fóru var drukkið kaffi og þarna var sú stærsta afmælisterta sem Skarðhéðinn hefir séð á einni hæð og er hann þó ýmsu vanur þegar um mat er að ræða. Ofan á þetta allt bættist það að viðtal var haft við fyrsta formann Umf. Skeiðamanna, Eirík Þorsteinsson, Löngumýri. Að lokum var stiginn dans. Núverandi formaður félagsins er Vigfús Þór Gunnarsson, Húsatóftum. Umf. Samhygð Þegar Umf. Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi hélt upp á afmæli sitt var það gert í samvinnu við kvenfé- lagið í hreppnum. Afmælishátíðin hófst með guðs- þjónustu í Gaulverjabæjarkirkju, prestur var séra Valgeir Ástráðsson, og að guðsþjónustu lokinni var gengið fylktu liði í Félagslund þar sem beið veislu- gesta veglegt kaffiborð. Eftir margar ræður, heiðurs viðurkenningar, skemmtiatriði og fleira var sam- komunni frestað fram til kvölds og voru þá aftur skemmtiatriði og fleira og að lokum var stiginn dans. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.