Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 9
fimleikasamband sem hefur það að markmiði að stuðla að félagslegu uppeldi meðlima sinna. Á stefnuskrá DDGU eru: Frjálsar iþróttir, bad- minton, körfubolti, borðtennis, knattspyrna, þjóð- dansar, fimleikar, handbolti, funda- og félagsstörf, sund og blak. Námskeiðahald Árlega eru haldin ca 120 námskeið fyrir allt landið með um það bil 5000 þátttakendum. Flest þessara námskeiða fara fram í félagsmiðstöð sem er eign DDGU og er FUGLSÖ-CENTRHT. Að auki halda hin 27 héraðssambönd fjölda námskeiða sem að mestu eru haldin í héraðsmiðstöðvum viðkomandi sambanda. Námskeið þessi eru flest leiðbeinenda- námskeið fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar en að auki námskeið fyrir félagsforystuna, fyrir ungklúbbafor- ystulið, fyrir ritstjóra héraðs- og félagsblaða. DDGU er fjárhagslega óháð ríkinu en helsta tekjulind þess er Danskar Getraunir sem höfðu 1977/1978 18,1 milljón d.kr. í hagnað. Af þeirri upphæð skiptast 50% milli héraðssambanda, hin 50% fara til reksturs DDGU. Erlend samskipti Á árinu 1978 höfðu um 100 af félögum DDGU samskipti við félög á Norðurlöndum en að auki hafa tæplega 70 félög stofnað til samskipta við félög í Póllandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Fjöl- mörg af félögum DDGU óska eftir því að taka upp samskipti við félög á Norðurlöndum og fylgir listi yfir nöfn þeirra og forsvarsmenn þeirra hér á eftir. Óski einhver eftir frekari upplýsingum er skrif- stofa DDGU að Drunenervej 10, Mölholsu, 7100 Vejle — Danmark, og er hægt að skrifa þangað. Með bréfinu fylgir að lokum ósk um gott og sam- skiptaríkt Norrænt samskiptaár. Sýnishom af starfi DDGU SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.