Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 11
álita, og sé um beinbrot að ræða er nauð- synlegt að festa brotið eftir föngum þann- ig að það sitji í réttum skorðum og hreyf- ist sem allra minnst. í slíku tilfelli er naumast hægt að komast hjá verulegri afturför hjá íþróttamanni. TOGNUN Tognun kemur við snöggt átak á liðband eða vöðva. Nokkrir bandvefs- þræðir eða vöðvafrumur slitna og líf- færið verður veikara. Æðar fara í sundur og einhver blæðing verður í kringum áverkann. Blóðið brýtur sér leið inn í að- liggjandi vefí og sést gegnum húðina sem blár blettur, mar. Þetta blóð verkar nokk- uð ertandi á vefína og veldur bólgu og bjúgmyndun á staðnum. Eftir 1—2 daga snýst þessi þróun við. Bólgan og bjúgur- inn minnkar, blóðið eyðist smátt og smátt og nýr bandvefur myndast i stað slitnu bandvefsþráðanna og vöðvafrumanna. Allan tímann eru eymsli í meiðslinu, einkum við álag. Það er í rauninni heppi- legt, því mikilvægt er að verja staðinn fyrir álagi þar til meiðslið er fullgróið. Það tekur misjafnlega langan tíma, venju- legaumávikur. Við meiriháttar álag getur liðband, sin eða vöðvi slitnað alveg. Við það verða einkenni öllu meiri en við venjulega togn- un. Stundum er hægt að greina þetta strax við skoðun, en oft er óljóst í upphafí hversu mikill áverkinn er. Sársauki þarf ekki að vera meiri en við tognun. Hins- vegar batna einkennin hægar. Ef einkenni eftir svona ákverka hafa ekkert batnað á 3—4 dögum er rétt að láta athuga málið nánar með tilliti til slitins liðbands eða brots. Slitið liðband þarf oft að sauma saman ef varanlegur bati áað fást. Góð upphitun fyrir keppni er mikilvæg til að fyrirbyggja tognun, en þetta er ekki alltaf auðvelt hér á okkar kalda landi, þar SKINFAXI sem íþróttamót eru haldin í misjöfnum veðrum. MEÐFERÐ TOGNUNAR Fyrsta meðferðin er mikilvæg. Hún beinist að því að minnka blæðinguna í að- liggjandi vefí og bólguviðbrögðin sem fylgja meiðslinu. Sé henni beitt með árangri má reikna með að fullur bati náist miklu fyrr en ella. Bráðameðferð við tognunum greinist í fjóra þætti: 1. Kæling meidda svæðisins. Hægt er að nota kalt vatn, ísbakstra, snjó eða kalt járn. Til eru sérstakir kæli- pokar úr plasti, sem hægt er að geyma við hvaða hitastig sem er og eru þætilegir til að hafa með sér á íþróttavöllinn. Einnig 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.