Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 19

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 19
Hvers vegna kettir þvo sér alltaf, eftir að þeir hafa étið? Einu sinni var köttur sem leitaði að ein- hverju til að éta. Hann var glorsoltinn og hafði hvorki lyst á mús né fiskbeini. Nú það skyldi vera eitthvað reglulega góm- sætt. í garði nokkrum kom hann auga á litinn fugl. Fuglinn hoppaði inn undir runna og var alveg grandalaus. Kötturinn skreið hljóðlaust áfram í grasinu, stökk og fuglinn var fangi í klóm kattarins. Veslings fuglinn skalf og nötraði og kom ekki upp einu einasta hljóði, kötturinn sleikti út um við tilhugsunina um yndis- lega fuglasteik, en fyrst vildi hann leika sér dálítið með bráðina. Fyrst sleppti hann annarri loppunni af honum, ýtti ör- lítið við honum og greip hann svo aftur. Á þennan hátt hélt hann áfram nokkra stund. Fuglinn var hræðilega hræddur en allt í einu fékk hann góða hugmynd. Hefur þú hugsað þér að éta mig núna? spurði hann köttinn. Já einmitt, svaraði kötturinn, ertu óhress með það? Það er slæmt að vera étinn af ketti, sagði fugl- inn, — en út yfir allan þjófabálk tekur þegar það er köttur sem hlotið hefur slæmt uppeldi. Slæmt uppeldi! hrópaði kötturinn, — hef ég hlotið slæmt uppeldi? Já, alveg örugglega, sagði fuglinn. — Ég hef séð marga ketti, stóra ketti og litla ketti, duglega ketti, lata ketti, — já, ég hef meira að segja séð mjög stóran rönd- óttan kött í dýragarði, en ég hef aldrei séð kött, sem ekki hefur lært að þvo sér áður en hann borðar. Þú ert fyrsti með svo slæmt uppeldi. Bölvað þvaður, sagði kisi. Ég veit nákvæmlega hvernig ég á að haga mér, og ég hafði einmitt hugsað mér að fara að þvo mér. Bíddu bara á meðan. En þá losnaði um fuglinn og um leið slapp hann úr klóm kattarins og flaug upp í hátt tré í grenndinni. — Kötturinn hristi höfuðið: — Þetta hafði ég upp úr krafsinu. Maður skyldi ekki trúa öllu sem sagt er. Og síðan hafa kettir alltaf þvegið sér eftir að þeir hafa étið. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.